Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar - mynd

Arion banki og dótturfélögin Vörður og Valitor fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Alls hlutu þrjátíu fyrirtæki, fimm sveitarfélög og níu opinberir aðilar viðurkenningu að þessu sinni.

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í gær stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid hverjir fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Arion banki hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnrétti í sinni starfsemi. Bankinn fékk á haustmánuðum 2018 jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins eftir að hafa farið í gegnum endurvottun frá BSI á Íslandi og var þar með fyrstur banka til að hljóta merkið. Bankinn fékk upphaflega Jafnlaunavottun VR árið 2015, einnig fyrstur banka, og hefur farið í gegnum launagreiningar árlega síðan þá. Starfandi er jafnréttisnefnd innan bankans og unnið er eftir jafnréttisáætlun til þriggja ára í senn. Bankastjóri er ábyrgðarmaður jafnréttismála.


23. júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem...

31. janúar 2020

Ráðstefna Euromoney í London

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu...

31. janúar 2020

Hreyfiafl til góðra verka

Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við...

31. janúar 2020

Ábyrgar fjárfestingar

Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru...