Arion banki, Stefnir og Vörður eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki, Stefnir og Vörður eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki, Stefnir og Vörður eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum - mynd

Arion banki, Vörður og Stefnir fengu nýverið endurnýjaða viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum að undangengnu formlegu mati sem byggir á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland gefa út.

Viðurkenningin er veitt í kjölfar ítarlegrar úttektar óháðs aðila á stjórnarháttum fyrirtækjanna, s.s. starfsháttum stjórnar, undirnefnda og stjórnenda. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar sem gilda í þrjú ár í senn og voru 16 fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni.

Hákon Hrafn Gröndal tók við viðurkenningunni fyrir hönd Arion banka, Jón Finnbogason fyrir hönd Stefnis og Bryndís Ýr Pálsdóttir fyrir hönd Varðar.