Arion banki og Vörður fengu viðurkenningu Jafnvægis-vogarinnar annað árið í röð

Arion banki og Vörður fengu viðurkenningu Jafnvægis-vogarinnar annað árið í röð

Ljósmynd: Silla Páls - myndLjósmynd: Silla Páls

Arion banki og Vörður fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Alls hlutu þrjátíu og átta fyrirtæki, sjö sveitarfélög og átta opinberir aðilar viðurkenningu að þessu sinni og fengu jafnframt gullmerki Jafnvægisvogarinnar.

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í gær stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid hverjir fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Arion banki hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnrétti í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur verið lögð höfuðáhersla á að einstaklingar fái greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Bankinn hlaut fyrst jafnlaunavottun VR árið 2015 og jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins árið 2018. Við síðustu jafnlaunaúttekt var óútskýrður launamunur innan bankans fyrir jafnverðmæt störf kominn niður í 0,1%.

Bankastjóri Arion banka undirritaði á árinu 2020 viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina og bankinn fékk jafnframt viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sama ár. Í nýrri jafnréttis- og mannréttindastefnu og aðgerðaáætlun bankans er lögð aukin áhersla á að jafna kynjahlutföll innan bankans, ekki einungis á meðal stjórnenda heldur einnig innan starfaflokka, nefnda og starfseininga. Nýverið kynnti bankinn aðgerð til að jafna hlut kynjanna enn frekar og felst í því að tryggja starfsfólki 80% launa í fæðingarorlofi í sex mánuði. Þannig mun bankinn þegar við á og í samræmi við reglur Fæðingarorlofssjóðs greiða starfsfólki í fæðingarorlofi sérstakan viðbótarstyrk. Styrkurinn kemur til viðbótar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði og kjarasamningsbundnum styrkjum svo að laun í fæðingarorlofi komist sem næst 80% launa. Einnig mun bankinn hvetja starfsfólk til að nýta fæðingarorlofsrétt sinn að fullu.

 

23. júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem...

31. janúar 2020

Ráðstefna Euromoney í London

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu...

31. janúar 2020

Hreyfiafl til góðra verka

Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við...

31. janúar 2020

Ábyrgar fjárfestingar

Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru...