Ný umhverfis- og loftslagsstefna Arion banka

Ný umhverfis- og loftslagsstefna Arion banka

Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19 - myndHöfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19

Arion banka hefur sett sér stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Í stefnunni kemur meðal annars fram að bankar gegni lykilhlutverki í því að fjármagna framfarir og að Arion banki vilji vera hreyfilafl til góðra verka. Bankinn ætlar að beina sjónum sínum að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu, lánasafn bankans verður metið út frá grænum viðmiðum og sett verða metnaðarfull markmið í þeim efnum.

Þá kemur fram að við ætlum að setja okkur stefnu hvað varðar lánveitingar til einstakra atvinnugreina með tilliti til loftslags- og umhverfissjónarmiða svo eitthvað sé nefnt.

Stefna Arion banka í umhverfis- og loftslagsmálum