Áframhald á samstarfi Arion banka og HSÍ

Áframhald á samstarfi Arion banka og HSÍ

Áframhald á samstarfi Arion banka og HSÍ - mynd

Í síðustu viku undirrituðu HSÍ og Arion banki samkomulag um áframhaldandi samstarf þeirra á milli í höfuðstöðvum Arion banka. Arion banki hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum HSÍ allt frá árinu 2004. Öll landslið HSÍ munu því áfram leika með merki Arion banka á sínum keppnisbúningum.

Það voru Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sem undirrituðu samninginn.

„Það eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta að Arion banki hefur ákveðið að framlengja samstarf sitt við HSÍ. Samstarf okkar hefur staðið yfir í langan tíma og gengið vel og erum við þakklát Arion banka að leggja sitt á vogaskálarnar til að efla handbolta á Íslandi“, segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.