Skýrslur Arion banka fyrir árið 2020

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2020

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2020 - mynd

Arion banki hefur gefið út árs- og samfélagsskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2020. Skýrslurnar eru á rafrænu formi.

Árs- og samfélagsskýrsla bankans inniheldur m.a. umfjöllun um svið bankans, helstu verkefni, áhættustýringu og fjárhagsniðurstöður ársins. Í skýrslunni er jafnframt að finna ítarlegar upplýsingar um árangur og áherslur á sviði umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS). Eins og undanfarin ár þá fylgir ófjárhagsleg upplýsingagjöf bankans GRI Core staðlinum og leiðbeiningum Nasdaq. Jafnframt er horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi. Deloitte veitti álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf bankans.

Árs- og samfélagsskýrsla bankans

Áhættuskýrsla bankans fjallar um helstu áhættuþætti Arion banka á ítarlegan hátt og er þar að finna greinargóðar upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans. Auk þess er að finna upplýsingar um stjórnskipulag bankans með tilliti til áhættu sem og starfskjarastefnu bankans.

Áhættuskýrsla Arion banka