Græn innlán tengjast Grænni fjármálaumgjörð Arion banka

Græn innlán tengjast Grænni fjármálaumgjörð Arion banka

Græn innlán tengjast Grænni fjármálaumgjörð Arion banka - mynd

Árið 2020 kynnti Arion banki til leiks, fyrstur íslenskra banka, grænan innlánsreikning sem ber nafnið Grænn vöxtur. Samhliða Grænum vexti kynnti bankinn sérstaka fjármálaumgjörð um græn innlán en fjármunum sem safnast inn á Grænan vöxt er einvörðungu ráðstafað til verkefna sem ætlað er að hafi jákvæð umhverfisáhrif. Um er að ræða sparnaðarreikning sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar. Reikningurinn er óverðtryggður, óbundinn og því laus til úttektar hvenær sem er.

Viðtökur Græns vaxtar hafa farið fram úr björtustu vonum og hafa viðskiptavinir bankans lagt inn rúma 11 milljarða króna á reikninginn. Fyrst um sinn voru innistæður Græns vaxtar eingöngu notaðar til að fjármagna græn bílalán sem styðja við orkuskipti í samgöngum. Vegna vinsælda Græns vaxtar útvíkkaði bankinn umgjörð reikningsins í byrjun árs 2021 og bætti við verkefnum sem snúa að mengunarvörnum og betri stýringu úrgangs. Nú hefur Grænn vöxtur verið tengdur við heildstæða græna fjármálaumgjörð Arion banka sem gefin var út um mitt ár og sérstök umgjörð um græn innlán því verið felld niður.

Græn fjármálaumgjörð Arion banka er meðal annars nýtt til að fjármagna bankann með útgáfu grænna skuldabréfa og öflun grænna innlána en ekki síður til að efla umhverfisvænt vöruframboð bankans eins og grænar lánveitingar sem meðal annars geta snúið að orkuskiptum í samgöngum, fasteignum, sjálfbærum sjávarútvegi, mengunarvörnum og endurnýjanlegri orku.

Græn fjármálaumgjörð Arion banka fékk álit norska matsfyrirtækisins Cicero sem gaf umgjörðinni einkunnina ,,Medium Green“ og stjórnarháttum í tengslum við hana einkunnina ,,Good“. Deutsche Bank veitti ráðgjöf um mótun umgjarðarinnar. Fjármálaumgjörðin er byggð á nýjustu viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði, ICMA, um græna skuldabréfaútgáfu. Einnig er horft til flokkunarkerfis Evrópusambandsins, EU Taxonomy, og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Græn fjármálaumgjörð Arion banka
Skýrsla Mannvits um græn íbúðalán
Álit Cicero

Stofna reikning fyrir Grænan vöxt