Skýrslur Arion banka fyrir árið 2021

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2021

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2021 - mynd

Arion banki hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu, áhættuskýrslu og áhrifa- og úthlutunarskýrslu vegna grænnar fjármögnunar fyrir árið 2021. Skýrslurnar eru á rafrænu formi og aðgengilegar á vef bankans. Ársreikningur bankans fyrir árið 2020 var birtur 9. febrúar og er einnig aðgengilegur á vef bankans.

Auk umfjöllunar um þjónustu bankans, helstu verkefni og fjárhagsniðurstöður ársins 2021 inniheldur árs- og sjálfbærniskýrsla Arion banka m.a. umfjöllun um mannauðsmál, umhverfis- og loftlagsmál, græn fjármál og sjálfbærniupplýsingar í samræmi við GRI Core staðalinn og UFS leiðbeiningar Nasdaq. Deloitte veitti álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf bankans.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Arion banka 2021

Áhættuskýrsla bankans fjallar um helstu áhættuþætti Arion banka á ítarlegan hátt og er þar að finna greinargóðar upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans. Auk þess er að finna upplýsingar um stjórnskipulag bankans með tilliti til áhættu sem og starfskjarastefnu bankans.

Áhættuskýrsla Arion banka 2021

Arion banki hefur gefið út áhrifa- og úthlutunarskýrslu fyrir græna fjármálaumgjörð bankans fyrir árið 2021. Sjálfbærniteymi EY á Íslandi veitti ráðgjöf við gerð skýrslunnar og sá jafnframt um útreikninga á umhverfis- og loftslagsáhrifum grænna verkefna. Deloitte hefur enn fremur veitt staðfestingu með takmarkaðri vissu á úthlutun fjármuna til grænna verkefna sem aflað hefur verið með grænum skuldabréfaútgáfum og grænum innlánum.

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka 2021