Arion banki tekur þátt í Grænvangi - samstarfsvettvangi um loftslagsmál og grænar lausnir

Arion banki tekur þátt í Grænvangi - samstarfsvettvangi um loftslagsmál og grænar lausnir

Arion banki tekur þátt í Grænvangi - samstarfsvettvangi um loftslagsmál og grænar lausnir  - mynd

Í september 2019 gerðist Arion banki einn af stofnaðilum samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir sem fékk nafnið Grænvangur. Hlutverk Grænvangs er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni.

Nýverið undirritaði bankinn áskorunina Hreinn, 2 og 3! á vegum Grænvangs þar sem skorað er á fyrirtæki að lýsa yfir orkuskiptum í vegasamgöngum. Í verkefninu felst að nýskráningar fyrirtækjabíla sem knúnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti verði lagðar af fyrir árið 2023. Með því verður Ísland í forystu á heimsvísu hvað varðar notkun umhverfisvænni orkugjafa. Er þessi yfirlýsing í takt við nýja umhverfisstefnu bankans sem má finna hér.

Nánari upplýsingar um Grænvang má finna hér.