Morningstar Sustainalytics metur Arion banka í efstu 3% á heimsvísu á sviði sjálfbærni

Morningstar Sustainalytics metur Arion banka í efstu 3% á heimsvísu á sviði sjálfbærni

Morningstar Sustainalytics metur Arion banka í efstu 3% á heimsvísu á sviði sjálfbærni - mynd

Nýverið fékk Arion banki uppfærðar niðurstöðu úr UFS-áhættumati alþjóðlega matsfyrirtækisins Morningstar Sustainalytics sem sérhæfir sig í mati á áhættu fyrirtækja þegar kemur að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. Niðurstaðan er jákvæð og er Arion banki að þeirra mati áfram í hópi banka sem standa hvað fremst í þessum málum á heimsvísu.

Á skalanum 0-100 hlaut bankinn 10,5 stig, þar sem færri stig þýða minni áhættu, og er það því mat Morningstar Sustainalytics að lítil hætta sé á verulegu fjárhagslegu tjóni vegna UFS-þátta hjá bankanum. Arion banki er í efstu 5% þegar horft er til ríflega eitt þúsund banka um heim allan sem Morningstar Sustainalytics hefur metið og í efstu 3% þegar horft er til tæplega 500 svæðisbundinna banka. Í samanburði við um það bil sextán þúsund fyrirtæki sem Morningstar Sustainalytics hefur metið er bankinn jafnframt í efstu 3%.