Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum

Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum

Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum - mynd

Þann 16. desember síðastliðinn lauk Arion banki útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokki, ARION 26 1222 GB, fyrir samtals 3.640 m.kr. Um er að ræða fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í íslenskum krónum en áður hefur bankinn gefið út græn skuldabréf í evrum. Viðtökurnar voru góðar og voru bréfin seld í lokuðu útboði til breiðs hóps innlendra fjárfesta.

Skuldabréfin eru til 5 ára og bera fasta 4,70% óverðtryggða vexti og einni endurgreiðslu höfuðstóls á lokagjalddaga árið 2026. Skuldabréfin voru gefin út undir grænni fjármálaumgjörð bankans. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast grænar.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.