Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum

Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum

Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum - mynd

Þann 16. desember síðastliðinn lauk Arion banki útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokki, ARION 26 1222 GB, fyrir samtals 3.640 m.kr. Um er að ræða fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í íslenskum krónum en áður hefur bankinn gefið út græn skuldabréf í evrum. Viðtökurnar voru góðar og voru bréfin seld í lokuðu útboði til breiðs hóps innlendra fjárfesta.

Skuldabréfin eru til 5 ára og bera fasta 4,70% óverðtryggða vexti og einni endurgreiðslu höfuðstóls á lokagjalddaga árið 2026. Skuldabréfin voru gefin út undir grænni fjármálaumgjörð bankans. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast grænar.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.

 

23. júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem...

31. janúar 2020

Ráðstefna Euromoney í London

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu...

31. janúar 2020

Hreyfiafl til góðra verka

Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við...

31. janúar 2020

Ábyrgar fjárfestingar

Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru...