Arion banki birtir í fyrsta sinn niðurstöður útreikninga á fjármagnaðri kolefnislosun

Arion banki birtir í fyrsta sinn niðurstöður útreikninga á fjármagnaðri kolefnislosun

Arion banki birtir í fyrsta sinn niðurstöður útreikninga á fjármagnaðri kolefnislosun - mynd

Eitt af sjálfbærnimarkmiðum Arion banka árið 2022 var að meta umfang fjármagnaðrar kolefnislosunar vegna lána og fjárfestinga fyrir árið 2021 og birtir bankinn í fyrsta sinn skýrslu með slíkri greiningu. Niðurstöður greiningarinnar gefa hugmynd um hvar helstu tækifærin liggja fyrir bankann og viðskiptavini til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugum.

Arion banki gerðist aðili að Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) haustið 2021. Um er að ræða alþjóðlegan samstarfsvettvang fjármálafyrirtækja sem hefur það meginmarkmið að samræma mat á umfangi losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem fjármálafyrirtæki fjármagna í gegnum lánveitingar og fjárfestingar. Styðst bankinn við aðferðafræði PCAF í sínum útreikningum.

Mat á umfangi losunar gróðurhúsalofttegunda sem fjármögnuð er í gegnum lánveitingar og fjárfestingar er forsenda þess að bankinn geti sett sér raunhæf markmið varðandi samdrátt í losuninni og er það næsta skref. Með slíkri markmiðssetningu leggur bankinn lóð á vogarskálarnar til þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og öðrum innlendum og alþjóðlegum umhverfis- og loftslagssáttmálum.

Fjármögnuð kolefnislosun Arion banka 2021