Útibú Arion verða lokuð þriðjudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls

Útibú Arion verða lokuð þriðjudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls

Útibú Arion verða lokuð þriðjudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls - mynd

Konur eru um 60% starfsfólks Arion banka og munu margar þeirra leggja niður störf á morgun, þriðjudaginn 24. október. Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum.

Við styðjum þetta framtak og munum loka öllum útibúum bankans og afgreiðslum Varðar þriðjudaginn 24. október.

Þjónustuverið okkar verður opið en fáliðað og þjónustan verður því skert og gildir það sama um netspjall og samskipti í gegnum tölvupóst.

Eins og aðra daga þá verður Arion appið og netbankinn okkar aðgengileg allan sólarhringinn.