Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland

Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland

Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland - mynd
Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland - mynd
Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland - mynd

Fyrirtækið HAF vítamín, sem er í eigu sex nemenda við Menntaskólann við Sund, var valið fyrirtæki ársins 2022 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi (JA). Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka föstudaginn 29. apríl, en Arion banki hefur um árabil stutt við unga frumkvöðla í gegnum Junior Achievement á Íslandi.

Fyrirtækið HAF vítamín er í eigu þeirra Sigurðar Einarssonar, Ása Benjamínssonar, Magnúsar Más Gunnlaugssonar, Dags Steins Sveinbjörnssonar, Jóns Jökulls Sigurjónssonar og Rúnars Inga Eysteinssonar. Fyrirtækið mun keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fram fer í Tallin, Eistlandi dagana 12. – 14. júlí 2022. Um 4.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2022“.

Aðrir vinningshafar:

 • Fyrirtæki ársins - 2. Sæti: DOZE – Verslunarskóli Íslands
 • Fyrirtæki ársins - 3. Sæti: Pósters – Verslunarskóli Íslands
 • Mesta nýsköpunin: Zomnium – Verslunarskóli Íslands
 • Besta fjármálalausnin: Strokkur – Fjölbrautaskólinn við Ármúla
 • Besti Sjó-Bissnessinn: Lóna – Verslunarskóli Íslands
 • Samfélagsleg nýsköpun: Yfir fjallið – Borgarholtsskóli
 • Besta hönnunin: Lesspenna - Menntaskólinn við Hamrahlíð
 • Besta tæknilausnin: Flutningstorg – Verslunarskóli Íslands
 • Umhverfisvænasta lausnin: Rás – Verslunarskóli Íslands
 • Besta matvælafyrirtækið: MAKAJ – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
 • Besta „deililausnin: Fataport – Verslunarskóli Íslands
 • Fallegasti sölubásinn: Esja skart – Verslunarskóli Íslands

23. júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem...

31. janúar 2020

Ráðstefna Euromoney í London

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu...

31. janúar 2020

Hreyfiafl til góðra verka

Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við...

31. janúar 2020

Ábyrgar fjárfestingar

Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru...