Iða Brá í viðtali um græna vegferð Arion banka

Iða Brá í viðtali um græna vegferð Arion banka

Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs - myndIða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs

Síðastliðinn föstudag birtist viðtal í Fréttablaðinu við Iðu Brá Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs, þar sem hún fjallaði um græna vegferð Arion banka í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Iða Brá sagði meðal annars frá nýjum grænum innlánsreikningi bankans, Grænum vexti, sem er ætlaður fyrir einstaklinga, félagsamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar og styðja við heimsmarkmiðin. Einnig sagði hún frá grænum bílalánum og húsnæðislánum bankans en viðskiptavinir greiða engin lántökugjöld við kaup á bílum sem nota 100% endurnýjanlega orkugjafa eða við kaup á umhverfisvottuðu húsnæði. Með þessum aðgerðum styður bankinn m.a. við orkuskipti í samgöngum og umhverfisvænni byggingar.

Viðtalið í heild má lesa hér.


23. júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem...

31. janúar 2020

Ráðstefna Euromoney í London

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu...

31. janúar 2020

Hreyfiafl til góðra verka

Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við...

31. janúar 2020

Ábyrgar fjárfestingar

Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru...