Arion banki styður áfram við starf Festu

Arion banki styður áfram við starf Festu

Arion banki styður áfram við starf Festu - mynd

Arion banki hefur um árabil verið aðili að Festu – miðstöð um sjálfbærni og er í hópi þeirra fyrirtækja sem flokkast sem Kjölfestur félagsins. Kjölfestur styðja sérstaklega við störf Festu með það að markmiði að efla þróun í átt að sjálfbæru atvinnulífi á Íslandi.

Á hverju ári eiga forstjórar og tengiliðir Kjölfestna Festu innihaldsríkan og skemmtilegan fund ásamt stjórn og starfsfólki félagsins. Í þetta sinn var hist í listagalleríi sem er hluti af Höfuðstöðinni, gömlu kartöflugeymslunum við Rafstöðvarveg. Þar var meðal annars var skipst á hugmyndum um hlutverk Festu og hvað þyrfti til svo íslenskt atvinnulíf og stjórnvöld nái fram markmiðum sínum í loftslagsmálum.