Kynningarfundur um kolefnisjöfnun í höfuðstöðum Arion banka

Kynningarfundur um kolefnisjöfnun í höfuðstöðum Arion banka

Kynningarfundur um kolefnisjöfnun í höfuðstöðum Arion banka - mynd

Á morgun, þriðjudaginn 29. nóvember, kl. 8.30-10.00 verður haldinn fundur á vegum Staðlaráðs Íslands, Arion banka, Deloitte á Íslandi, Loftslagsskrár og Klappa grænna lausna um kolefnisjöfnun.

Á fundinum verða flutt erindi þar sem ný tækniforskrift um kolefnisjöfnun verður kynnt og hvernig hún mun nýtast á þeirri vegferð fyrirtækja að kolefnisjafna reksturinn sinn og einnig við framleiðslu á vottuðum kolefniseiningum.

Dagskrá fundar:
  • Opnunarávarp
    Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
  • Innihald tækniforskriftar
    Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands
  • Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir fyrirtæki?
    Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi
  • Hvaða áhrif hefur þetta á sjálfbærniuppgjörið?
    Þorsteinn Svanur Jónsson, stofnandi Klappa
  • Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir loftslagsverkefni?
    Guðný Nielsen, stofnandi SoGreen og Ingibjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Yggdrasill Carbon
  • Hver staðfestir þetta?
    Kaviraj Singh, framkvæmdastjóri hjá vottunaraðilanum Earthood Services

Fundarstjóri er Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri hjá Arion banka.

Öll velkomin.