Forstjórar norrænna fyrirtækja hvetja til frekari aðgerða í loftlagsmálum

Forstjórar norrænna fyrirtækja hvetja til frekari aðgerða í loftlagsmálum

Forstjórar norrænna fyrirtækja hvetja til frekari aðgerða í loftlagsmálum - mynd

Bankastjóri Arion banka, Benedikt Gíslason, skrifaði nýverið undir yfirlýsingu tæplega 80 forstjóra norrænna fyrirtækja innan Global Compact, samtaka SÞ um ábyrga viðskiptahætti, þar sem lýst er yfir stuðningi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og markmið Parísarsamkomulagsins og hvatt til frekari aðgerða í loftlagsmálum svo þau markmið náist. Yfirlýsingin er sett fram í tengslum við COP28, loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

Arion banki ætlar að leggja sitt af mörkum svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og öðrum innlendum og alþjóðlegum umhverfis- og loftslagssáttmálum og náð metnaðarfullu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Bankinn stefnir á að nýta aðferðafræði Science Based Targets initiative (SBTi) til að setja fram markmið og aðgerðaáætlun til að ná settum markmiðum og mun jafnframt birta reglulega upplýsingar um hvernig miðar á þeirri vegferð.

Til að markmið um kolefnishlutleysi náist þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Aðeins með markvissu samstarfi milli landa, atvinnugreina og fyrirtækja og á milli stjórnvalda og atvinnulífs næst nauðsynlegur árangur. Með þessari yfirlýsingu er skorað á fyrirtæki og stjórnvöld um heim allan að flýta orkuskiptum og að setja mælanleg markmið og áætlanir sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Skorað er á stjórnvöld að auka fjárfestingu í grænum orkugjöfum, koma á regluverki sem hvetur til fjárfestinga í grænum innviðum, styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þeirra orkuskiptum og auka aðgengi að grænni fjármögnun.

Hægt er að lesa yfirlýsingu forstjóranna hér.