Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA

Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA

Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA - mynd

Benedikt Gíslason, bankastjóri, undirritaði nýlega viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina þar sem fram kemur að Arion banki ætli að vinna markvisst að því næstu árin að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Sjá yfirlýsinguna hér.

Jafnvægisvoginn er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Tilkynnt verður um nýja þátttakendur að viljayfirlýsingunni á ráðstefnu og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar og FKA sem haldin verður næstkomandi fimmtudag, 12. nóvember, kl. 14.00-16.00. Ráðstefnan verður að þessu sinni rafræn og fer skráning fram hér. Allir eru velkomnir.

Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er:

  • Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
  • Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
  • Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.
  • Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis.
  • Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður.

Dagskrá ráðstefnu

Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Breytum heiminum – jöfnum stöðuna
Dr. Þóranna Jónsdóttir, stjórnendaráðgjafi, Háskólanum í Reykjavík

Jafnrétti skilar ávinningi
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá

Tilkynnt um nýja þátttakendur í Jafnvægisvoginni

Það dropar á glerþakið milli kvenna og peninga en fáar sprungur myndast
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

Ákvörðun er ekkert...
Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, mannauðsstjóri Deloitte

Karlmennska í vegi fyrir kynjajafnrétti?
Þorsteinn V. Einarsson, verkefnastjóri verkefnisins Karlmennskan

Eliza Reid flytur ávarp og veitir viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar árið 2020

Sækjum fram – jafnrétti er ákvörðun!
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður FKA