Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA

Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA

Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA - mynd

Benedikt Gíslason, bankastjóri, undirritaði nýlega viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina þar sem fram kemur að Arion banki ætli að vinna markvisst að því næstu árin að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Sjá yfirlýsinguna hér.

Jafnvægisvoginn er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Tilkynnt verður um nýja þátttakendur að viljayfirlýsingunni á ráðstefnu og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar og FKA sem haldin verður næstkomandi fimmtudag, 12. nóvember, kl. 14.00-16.00. Ráðstefnan verður að þessu sinni rafræn og fer skráning fram hér. Allir eru velkomnir.

Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er:

  • Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
  • Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
  • Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.
  • Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis.
  • Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður.

Dagskrá ráðstefnu

Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Breytum heiminum – jöfnum stöðuna
Dr. Þóranna Jónsdóttir, stjórnendaráðgjafi, Háskólanum í Reykjavík

Jafnrétti skilar ávinningi
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá

Tilkynnt um nýja þátttakendur í Jafnvægisvoginni

Það dropar á glerþakið milli kvenna og peninga en fáar sprungur myndast
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

Ákvörðun er ekkert...
Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, mannauðsstjóri Deloitte

Karlmennska í vegi fyrir kynjajafnrétti?
Þorsteinn V. Einarsson, verkefnastjóri verkefnisins Karlmennskan

Eliza Reid flytur ávarp og veitir viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar árið 2020

Sækjum fram – jafnrétti er ákvörðun!
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður FKA

 

23. júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem...

31. janúar 2020

Ráðstefna Euromoney í London

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu...

31. janúar 2020

Hreyfiafl til góðra verka

Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við...

31. janúar 2020

Ábyrgar fjárfestingar

Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru...