Arion banki, Vörður og Stefnir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki, Vörður og Stefnir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis, Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka og Hrefna Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður tjóna hjá Verði, með viðurkenningar fyrirtækjanna fyrir góða stjórnarhætti. - mynd
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis, Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka og Hrefna Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður tjóna hjá Verði, með viðurkenningar fyrirtækjanna fyrir góða stjórnarhætti.
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum - merki - mynd
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum - merki

Síðastliðinn föstudag fengu Arion banki, Vörður og Stefnir viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og þar með nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Að viðurkenningunni standa Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Alls fengu 15 fyrirtæki nafnbótina að þessu sinni.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum er verkefni sem hófst fyrir tæpum áratug síðan með það að markmiði að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka fylgni við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Til að hljóta nafnbótina fara fyrirtæki í gegnum formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda og fylgni við lög, reglur og leiðbeiningarnar.