Arion banki, Vörður og Stefnir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki, Vörður og Stefnir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis, Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka og Hrefna Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður tjóna hjá Verði, með viðurkenningar fyrirtækjanna fyrir góða stjórnarhætti. - mynd
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis, Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka og Hrefna Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður tjóna hjá Verði, með viðurkenningar fyrirtækjanna fyrir góða stjórnarhætti.
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum - merki - mynd
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum - merki

Síðastliðinn föstudag fengu Arion banki, Vörður og Stefnir viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og þar með nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Að viðurkenningunni standa Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Alls fengu 15 fyrirtæki nafnbótina að þessu sinni.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum er verkefni sem hófst fyrir tæpum áratug síðan með það að markmiði að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka fylgni við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Til að hljóta nafnbótina fara fyrirtæki í gegnum formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda og fylgni við lög, reglur og leiðbeiningarnar.

 

 

23. júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem...

31. janúar 2020

Ráðstefna Euromoney í London

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu...

31. janúar 2020

Hreyfiafl til góðra verka

Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við...

31. janúar 2020

Ábyrgar fjárfestingar

Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru...