Áframhaldandi samstarf milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra

Áframhaldandi samstarf milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra

Áframhaldandi samstarf milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra - mynd

Á dögunum undirrituðu Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra áframhaldandi styrktarsamning til næstu fjögurra ára.

Arion banki og fyrirrennarar hans hafa stutt við bakið á sambandinu síðan 1979 eða allt frá stofnun Íþróttasambands fatlaðra.

Það voru Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, sem undirrituðu samninginn.