Arion banki gerist aðili að SBTi og Net-Zero Banking Alliance

Arion banki gerist aðili að SBTi og Net-Zero Banking Alliance

Arion banki gerist aðili að SBTi og Net-Zero Banking Alliance - mynd

Arion banki hefur skuldbundið sig til að fylgja aðferðafræði Science Based Targets initiative (SBTi) við setningu vísindalegra loftslagsmarkmiða í tengslum við lánveitingar og fjárfestingar bankans. Jafnframt hefur bankinn undirritað aðild að Net-Zero Banking Alliance, samtökum banka á alþjóðavísu undir hatti Sameinuðu þjóðanna, sem vilja skara fram úr í loftslagsmálum. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, undirritaði aðild að þessum tveimur skuldbindingum og mun bankinn vinna að því að fá mælanleg loftslagsmarkmið samþykkt af SBTi innan tveggja ára. Markmiðin miða að því að hækkun á hitastigi jarðar fari ekki umfram 1,5 gráðu og að Aron banki verði kolefnishlutlaus árið 2040.

Aðild að bæði Net-Zero Banking Alliance og SBTi er mikilvægt skref á sjálfbærnivegferð bankans. Það hvernig bankar stýra og miðla fjármagni getur haft afgerandi áhrif á framgang sjálfbærrar þróunar í hverju landi fyrir sig og á heimsvísu. Í umhverfis- og loftslagsstefnu Arion banka kemur fram að bankinn vilji leggja sitt af mörkum til að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040 og er þetta liður í því að styðja við íslenskt samfélag að ná þeim markmiðum.