Arion banki, Vörður og Stefnir eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki, Vörður og Stefnir eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

F.v.: Jón Finnbogason, Iða Brá Benediktsdóttir og Benedikt Olgeirsson. - mynd
F.v.: Jón Finnbogason, Iða Brá Benediktsdóttir og Benedikt Olgeirsson.
Arion banki, Vörður og Stefnir eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum - mynd

Þann 22. ágúst fengu Arion banki, Vörður og Stefnir endurnýjaða viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli að viðstöddum fulltrúum þeirra 18 fyrirtækja sem fengu viðkenninguna að þessu sinni. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.

Iða Brá Benediksdóttir, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Arion banka, Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri, fyrir hönd Stefnis og Benedikt Olgeirsson, stjórnarformaður, fyrir hönd Varðar.