Grænn vöxtur

Við viljum öll leggja okkar af mörkum fyrir framtíðina. Bankar miðla fjármunum frá þeim sem eiga sparnað til þeirra sem vantar lán. Grænn vöxtur er nýr sparnaðarreikningur þar sem innlánum er miðlað til umhverfisvænna verkefna. 

Með því að leggja sparnaðinn inn á Grænan vöxt styðja viðskiptavinir og Arion banki saman við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun númer sjö, níu, ellefu, tólf og þrettán.

    

CIRCULAR Solutions hefur tekið út umgjörð bankans um græn innlán. Fyrirtækið gegnir hlutverki óháðs aðila og mun gera árlega úttekt á því hve vel fjármögnuð verkefni uppfylla skilyrði umgjarðarinnar og meta umhverfisáhrif þeirra.

Umgjörð um græn innlán
Ytri staðfesting CIRCULAR á umgjörð Arion banka um græn innlán

Vextir
Enginn binditími0,16%

Stofna reikning

Ef þú ert með netbanka geturðu stofnað nýjan reikning þar. Ef ekki, þá tekur aðeins örlitla stund að stofna netbanka með rafrænum skilríkjum.