Framtíðarreikningur
0-18 ára

Framtíðarreikningur er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja góðan grunn að framtíð barna og unglinga. Með góðu fordæmi getum við kennt börnunum okkar að meta gildi sparnaðar.

Framtíðarreikningur er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga.
Innstæðan er laus á 18 ára afmælisdegi í 1 mánuð en binst aftur að þeim tíma loknum og verður frá því uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara.

Eiginleikar:

  • Hæstu vextir almennra innlánsreikninga
  • Verðtryggður reikningur
  • Er laus til úttektar við 18 ára aldur
  • Hægt er að stofna eða leggja inn á reikninginn hvenær sem er fyrir 15 ára aldur
  • Eftir 15 ára aldur lokast reikningurinn fyrir innborganir aðrar en þær sem gerðar eru með reglulegum mánaðarlegum sparnaði af reikningi hjá Arion banka

Vextir
Til 18 ára aldurs1,35%