Sparnaðarreikningar

Úrval sparnaðar- og fjárfestingarleiða er fjölbreytt til þess að geta uppfyllt þarfir hvers og eins. 

Skoðaðu úrvalið og finndu þann reikning sem hentar þér.

 

Af hverju að spara?

Varasjóður til að mæta óvæntum útgjöldum

Varasjóður er tilvalinn til að mæta óvæntum útgjöldum eins og viðgerð á bifreið, nýjum heimilistækjum, viðhaldi á húsnæði. Að eiga varasjóð getur komið í veg fyrir lántöku vegna óvæntra atvika, ásamt því að varasjóður safnar vöxtum þegar hann er óhreyfður.

Að eiga varasjóð veitir aukið frelsi í fjármálum og gefur möguleika á að grípa góð tækifæri sem bjóðast.

Hagkvæm leið til að eignast hluti 

Það er ávallt hagkvæmast að eignast hluti með því að eiga fyrir þeim. Innistæða á sparnaðarreikningi fær vexti á innistæðu öfugt við lán sem ber vexti.

Reglulegur sparnaður er besta leiðin til að eignast varasjóð

Reglulegur sparnaður er ein besta leiðin til að eignast varasjóð. Fjárhæðin þarf ekki að vera há en með reglubundnum sparnaði er fjárhæð fljót að vaxa og margt smátt gerir eitt stórt. Fjárhæðir sem lagðar eru fyrir reglulega geta verið upphafið að traustari fjárhag heimilsins til lengri tíma.