Valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf.

Valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf.

Valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. - mynd

Allar frekari upplýsingar um valfrjálsa tilboðið má finna hér. Tilboðstímabil stendur frá kl. 09:00 þann 19. janúar 2023 til kl. 13:00 þann 22. febrúar 2023.  

AU 22 ehf., eigandi 29,3% hlutafjár í Origo hf., hefur lagt fram valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á kr. 101 á hlut.

AU 22 ehf. er eignarhaldsfélag í fullri eigu Umbreytingar II slhf., framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks ehf. Alfa Framtak fjárfestir í fyrirtækjum, oftast sem meirihlutaeigandi og beitir sér markvisst fyrir virðisaukningu. Stefna Alfa Framtaks er að skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi en þegar þau voru keypt og þannig skilja eftir jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi.

Hægt er að samþykkja tilboðið með tvennum hætti, með því að:

  • samþykkja tilboðið rafrænt á vef valfrjálsa tilboðsins hér. Hægt er að skrá sig inn á vefslóðina með rafrænum skilríkjum, eða
  • fylla út og undirrita samþykkiseyðublað sem finna má hér og koma frumriti til Arion banka hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13.00 þann 22. febrúar 2023.

Arion banki hf. er umsjónaraðili valfrjálsa tilboðsins fyrir hönd AU 22 ehf. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. í gegnum tölvupóstfangið origo@arionbanki.is og í síma 444-7000.

Frétt þessi er útbúin í upplýsingaskyni og felur ekki í sér ráðgjöf af hálfu AU 22 ehf. eða Arion banka hf. Tilboðshöfum er bent á að afla sér viðeigandi ráðgjafar sérfræðinga.