Áreiðanleikakönnun fyrirtækja

Ehf. og hf.

Samkvæmt lögum ber okkur skylda til að afla upplýsinga um fyrirtækið þitt. Til þess að geta svarað áreiðanleikakönnun rafrænt þarf eftirfarandi að eiga við:

  • Tengdir aðilar eru búsettir á Íslandi
  • Félagið er einkahlutafélag eða hlutafélag
  • Félagið er skráð í fyrirtækjaskrá RSK
  • Gengið hefur verið frá skráningu endanlegra eigenda
  • Eftirfarandi aðilar geta svarað áreiðanleikakönnun fyrir hönd fyrirtækisins:
  • Lykilnotandi
  • Framkvæmdarstjóri / Stjórnarmeðlimur
  • Prókúruhafi

Rafræn áreiðanleikakönnun (ehf. og hf.)

Ef tengdir aðilar eru búsettir erlendis þarf að fylla út annað viðeigandi eyðublað og senda það ásamt þeim gögnum sem listuð eru neðst á eyðublaðinu á fyrirtaeki@arionbanki.is. .

Áreiðanleikakönnun - Endurnýjun - ehf/hf

Áreiðanleikakönnun - Nýr viðskiptavinur - ehf/hf

Félagasamtök

Samkvæmt lögum ber okkur skylda að afla upplýsingar um félagasamtökin þín. Forsvarsaðili félagins þarf að fylla út neðangreint eyðublað vegna áreiðanleikakönnunar, senda útfyllt eyðublað ásamt gögnum sem listuð eru neðst á eyðublaðinu á netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is. Vinsamlegast veljið annað af eyðublöðunum hér fyrir neðan eftir því hvort verið er að stofna til viðskipta eða endurnýja áreiðanleikakönnun.

Áreiðanleikakönnun - Endurnýjun - félagasamtök

Áreiðanleikakönnun - Nýr viðskiptavinur - félagasamtök

Slf. og sf.

Samkvæmt lögum ber okkur skylda að afla upplýsingar um félagið þitt. Forsvarsaðili félagins þarf að fylla út neðangreint eyðublað vegna áreiðanleikakönnunar, senda útfyllt eyðublað ásamt gögnum sem listuð eru neðst á eyðublaðinu á netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is. Vinsamlegast veljið annað af eyðublöðunum hér fyrir neðan eftir því hvort verið er að stofna til viðskipta eða endurnýja áreiðanleikakönnun.

Áreiðanleikakönnun - Endurnýjun - slf/sf

Áreiðanleikakönnun - Nýr viðskiptavinur - slf/sf 

Húsfélög

Samkvæmt lögum ber okkur skylda til að afla upplýsinga um húsfélagið þitt. Hægt er að afgreiða áreiðanleikakönnun húsfélags með tvennum hætti, eftir því hvort kosin er stjórn eða ekki.

1. Sé kosin stjórn þarf að afhenda afrit af fundargerð húsfélagsins þar sem fram kemur kjör stjórnar ásamt kennitölu stjórnarmanna, dagsetning og nafn húsfélags.

  • Allir þinglýstir eigendur þurfa að undirrita annað hvort fundargerðina eða mætingarlista á fund til að sýna fram á kjör stjórnarinnar.
  • Meirihluti stjórnar þarf að undirrita umboðssamninga bankans.


2. Húsfélög með sex eignarhlutum eða færri þurfa ekki stjórn, þá fara allir eigendur með það vald sem stjórn myndi annars hafa og geta veitt einum aðila umboð til að koma fram fyrir hönd húsfélagsins.

  • Þá þarf að afhenda umboðssamninga bankans vegna húsfélagsþjónustu þar sem allir þinglýstir eigendur skrifa undir.
        - Þar sem þinglýstur eigandi er fyrirtæki skrifar prókúruhafi undir umboðin.

Gjaldkeri húsfélagsins þarf svo að sanna á sér deili, slíkt er hægt að gera með rafrænum skilríkjum hér: AML Arion banki. Gögnum má skila á netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is

Umboð til gjaldkera húsfélags og tilkynning um stjórnarkjör

Samningur um aðgang að netbanka fyrir lögaðila

Spurt og svarað

Á einhver eftir að sanna á sér deili?

Til þess að ljúka áreiðanleikakönnun þurfa allir sem koma fram í áreiðanleikakönnun félagsins að hafa sannað á sér deili gagnavart bankanum.

Ef einhver tengdur félaginu á eftir að sanna á sér deili getur sá aðili:

  • mætt í næsta útibú og skannað skilríkið sitt.
  • auðkennt sig rafrænt.
  • sent afrit af Notary Public vottuðu skilríki á fyrirtaeki@arionbanki.is.

Smelltu hér til að sanna á þér deili með rafrænum hætti 

Við viljum kynnast fyrirtækinu þínu betur

Mikilvægur liður í starfsemi okkar er að þekkja viðskiptavini, markmið þeirra og aðstæður. Þannig getum við betur uppfyllt þarfir þeirra og verndað gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu bankans.

Arion banka er auk þess skylt, á grundvelli laga nr. 140/2018, að búa yfir tilteknum upplýsingum um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða eiga í viðskiptasambandi nema þær liggi fyrir. Þessar upplýsingar skipta máli í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og eru því stór þáttur í samfélagsábyrgð bankans.

Áreiðanleikakönnun er svarað af stjórnarmanni eða prókúruhafa lögaðila. Í könnuninni er m.a. óskað eftir neðangreindum upplýsingum:

  • Endanlega eigendur
  • Stjórnarmenn og prókúruhafar
  • Heimilisfang stjórnarmanna og prókúruhafa
  • Tengiliðaupplýsingar
  • Skattalegt heimilisfesti viðkomandi lögaðila og eigenda