Stock exchange press release
Arion banki hf.: Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf í sænskum krónum
Arion banki gaf í dag út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 225 milljónir sænskra króna sem teljast til eiginfjárþáttar 2. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár (10NC5). Skuldabréfin, eru með fljótandi vexti 265 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 20. nóvember.
DNB markets sá um útgáfuna fyrir hönd bankans.