Kveðja frá útibússtjóra
Undanfarin ár höfum við hjá Arion banka gert breytingar á útibúaneti bankans til að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu þar sem lögð er áhersla á gott aðgengi að stafrænum þjónustuleiðum.
Liður í þessum breytingum er að miðvikudaginn 5. maí 2021 mun útibúið okkar á Blönduósi sameinast útibúi bankans á Sauðárkróki og er það síðasti opnunardagur á Blönduósi.
Sama vinalega starfsfólkið okkar mun áfram þjónusta viðskiptavini í útibúinu á Sauðárkróki en undanfarin ár hafa þau farið á milli þessara tveggja útibúa.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið blonduos@arionbanki.is eða með því að líta við hjá okkur.
Með bestu kveðju,
Magnús Barðdal Reynisson
útibússtjóri á Blönduósi og Sauðárkróki
Hvað breytist fyrir viðskiptavini?
Við gerum okkur grein fyrir því að það er góður bíltúr á Sauðárkrók til að sinna bankaþjónustu í útibúi en við minnum á að flesta bankaþjónustu er hægt að framkvæma í Arion appinu og netbankanum.
- Útibúa- og reikningsnúmer haldast óbreytt.
- Áfram verður alhliða hraðbanki á Blönduósi.
- Vegna sameiningarinnar verður bankahólfum lokað á Blönduósi og hefur viðskiptavinum með bankahólf verið sent bréf þess efnis.
Hraðbanki á Blönduósi

Hraðbanki 24/7
Áfram verður alhliða hraðbanki á Blönduósi og verður hann fyrst um sinn staðsettur í núverandi húsnæði að Húnabraut 5. Viðskiptavinir geta framkvæmt margar aðgerðir í hraðbankanum:
- Tekið út allt að 300.000 kr.
- Lagt inn seðla
- Skoðað stöðu og greitt reikninga
- Millifært
- Enduropnað PIN númer
Innlagnarkort fyrirtækja
Með innlagnarkorti Arion banka getur hvaða starfsmaður sem er lagt uppgjör inn í hraðbankann beint á reikning fyrirtækisins.
Bankinn til þín
Nú getur þú notað snjallsímann þinn, spjaldtölvuna eða tölvuna til að fá ráðgjöf um vörur eða aðra þjónustu augliti til auglits, hvar sem er á fjarfundi.
Hvaða þjónusta er veitt í gegnum fjarfundarbúnað?
Einstaklingar
- Fjármálaráðgjöf vegna íbúðalána
- Sparnaðarráðgjöf
- Ráðgjöf vegna lífeyrismála
- Ráðgjöf vegna trygginga
- Útgreiðsluráðgjöf vegna lífeyrissparnaðar
- Ráðgjöf vegna greiðsluerfiðleika
- Önnur ráðgjöf eftir samkomulagi
Fyrirtæki
- Ráðgjöf vegna fjármögnunar
- Aðstoð við vörur og þjónustu
- Notendaaðstoð
- Önnur ráðgjöf eftir samkomulagi
Hafðu samband
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.
Þú getur heyrt í okkur hér á netspjallinu, sent okkur tölvupóst á netfangið blonduos@arionbanki.is eða saudarkrokur@arionbanki.is eða hringt í þjónustuverið okkar í síma 444 7000.
Spurt og svarað
Hvenær taka breytingarnar gildi?
Get ég fengið þjónustu í öðrum útibúum?
Hvað með bankahólfið mitt?
Get ég áfram komið með uppgjör fyrirtækisins?
Get ég keypt og selt gjaldeyri?
Hvert á ég að leita með fyrirspurnir?