Endurbætur í útibúinu

Í febrúar verða endurbætur á húsnæðinu okkar að Faxatorgi. Útibúið mun breytast og verða nútímavænna þar sem enn ríkari áhersla verður á ráðgjöf. Eins viljum við efla og bæta upplifun stafrænna þjónustu og sjálfsafgreiðslu.

Við munum veita fjármálaþjónustu sérsniðna að þínum þörfum. Þú ert ávallt velkomin/n til okkar.

  • Almenn bankaþjónusta
  • Fjármálaráðgjöf
  • Íbúðalánaráðgjöf
  • Greiðsluerfiðleikar
  • Fjárfestingar - sparnaður
  • Fyrirtækjaþjónusta
  • Virkjun rafrænna skilríkja
  • Aðstoð við sjálfsafgreiðslu
  • Kennsla á stafrænar þjónustuleiðir

Öflugra hraðbankasvæði

Við ætlum að koma upp öflugra sjálfsafgreiðslusvæði. Í hraðbankanum er auðvelt að leggja inn seðla hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki.

Hraðbankasvæðið er opið allan sólarhringinn. Þar getur þú:

  • Tekið út allt að 300.000 kr. 
  • Lagt inn seðla
  • Skoðað stöðu og greitt reikninga
  • Millifært
  • Enduropnað PIN númer

Viltu aðstoð við sjálfsafgreiðsluna?

Ef þig vantar aðstoð með appið eða netbankann getum við hjálpað þér, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúinu. Við hvetjum þig til að sækja Arion appið því þar getur þú sinnt öllum helstu bankaviðskiptum á nokkrum sekúndum. Í appinu getur þú meðal annars:

  • Skoðað vöruúrval og þjónustuleiðir bankans
  • Skoðað stöðu og greitt reikninga
  • Millifært
  • Sótt PIN númer
  • Framkvæmt erlendar greiðslur
  • Skoðað rafræn skjöl
  • Átt viðskipti með sjóði og hlutabréf

Fyrirtækjaþjónusta

Við munum áfram veita fyrirtækjum góða þjónustu. Bendum á að með innlagnarkorti Arion banka getur hvaða starfsmaður sem er lagt uppgjörið inn í gegnum hraðbanka með einföldum hætti.

Fjarþjónusta - bankinn til þín

Nú er hægt að taka fjarfund með þjónusturáðgjafa hvar sem þér hentar. 

Ráðgjöfin sem boðið er upp á í fjarfundi er eftirfarandi:

  • Íbúðalánaráðgjöf
  • Fjárfestingar - sparnaður
  • Lífeyrismál - útgreiðsluráðgjöf
  • Greiðsluerfiðleikar

Bóka fund

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Þú getur heyrt í okkur hér á netspjallinu, sent okkur tölvupóst á netfangið arionbanki@arionbanki.is eða hringt í þjónustuverið okkar í síma 444 7000. 

Spurt og svarað