Eignir til sölu
Eignarhlutir Arion banka í félögum í óskyldum rekstri
Upplýsingar um neðangreindar eignir má nálgast hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka nema að annað sé tekið fram.
Ámundakinn ehf.
Arion banki hefur til sölu 5,61% eignarhlut í Ámundakinn. Félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu. Félagið á fjölda eigna, m.a. á Blönduósi, Hvammstanga og í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Orf líftækni hf.
Arion banki hefur til sölu 3,69% eignarhlut í Orf líftækni. Félagið stundar rannsóknir og þróunarstörf á sviði líftækni, sérstaklega plöntulíftækni. Tilgangur félagsins er jafnframt framleiðsla lífefna með líftækniaðferðum, hreinsun þeirra og þróun og sala afurða úr þeim, sem og sala á þekkingu á þessu sviði.
Bioeffect ehf.
Arion banki hefur til sölu 3,69% eignarhlut í Bioeffect. Félagið nýtir aðferðir byltingarkenndrar líftækni til að endurheimta, viðhalda og auka heilbrigði húðarinnar.
Nox holding ehf.
Arion banki hefur til sölu 0,8% eignarhlut í Nox holding. Félagið er eignarhaldsfélag utan um eignarhlut í Nox Health Group Inc. sem veitir yfirgripsmikil úrræði fyrir svefnheilsu, tæknibúnað og þjónustu í gegnum dótturfélög sín: Nox Medical, SleepCharge og Fusion Sleep.
Carbon Recycling International
Arion banki hefur til sölu 4,37% eignarhlut í CRI. Tæknilausn CRI er leiðandi á heimsvísu en hún gerir viðskiptavinum kleift að framleiða metanól á umhverfisvænan hátt úr koltvísýringi og vetni sem síðan er hægt að nýta sem grænan orkugjafa eða í efnavörur.
Blikastaðaland ehf.
Landey, dótturfélag Arion banka, hefur til sölu Blikastaðaland ehf. sem er eigandi Blikastaðalands, u.þ.b. 98 hektara svæðis sem er eitt stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða verði í heild um 3.600, blanda fjölbýlis og sérbýlis, að viðbættum 150 íbúðum fyrir 55 ára og eldri, skóla, íþróttaaðstöðu og allt að 66.000 fermetrum atvinnuhúsnæðis. Samkomulag við Mosfellsbæ felur í sér að Blikastaðaland ehf. taki þátt í uppbyggingu innviða svæðisins. Nánari upplýsingar á blikastadaland.is.
Fyrirvari er gerður um tilgreiningu á eignarhluta bankans eins og hann birtist á síðu þessari hverju sinni.