Laus störf
Við leggjum ríka áherslu á að halda í og laða að framúrskarandi starfsfólk og styðja við það í faglegum og persónulegum vexti.
Við sköpum jöfn tækifæri og leggjum áherslu á að auka færni starfsfólks með árangursdrifinni menningu. Í sameiningu leggjum við okkur fram um að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, því upplifun þeirra er okkur hjartans mál.

| Störf í boði hjá Arion banka |
|---|
| Almenn umsókn - Arion banki |
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu. Til að skapa traust og virðisauka fyrir viðskiptavini er mikil áhersla lögð á að viðhalda þekkingu og hæfni starfsfólks með markvissri endurgjöf, símenntun og starfsþróun. Mikið er lagt upp úr frumkvæði, ábyrgð starfsmanna og krefjandi verkefnum í öflugum teymum. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í góðu starfsumhverfi með kraftmiklu fólki eru hvattir til að sækja um starf. Umsóknarfrestur frá 23.07.2025 |
| Hefur þú brennandi áhuga á þjónustu? |
Í Arion starfar þétt liðsheild öflugs starfsfólks. Við erum stolt af vinnustað okkar og vinnum stöðugt að því að bæta okkar árangur og þjónustu við viðskiptavini. Í sameiningu leggjum við okkur fram um að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, því upplifun þeirra er hjartað í Arion. Við erum ávallt opin fyrir öflugum þjónusturáðgjöfum sem eru söludrifnir og hafa ánægju af því að veita framúrskarandi bankaþjónustu og vilja starfa sem hluti af góðri liðsheild. Umsóknarfrestur frá 23.07.2025 |
| Viðskiptastjóri fyrirtækja á Suður og Vesturlandi Umsóknarfrestur er til og með 16.12.2025 |
Arion banki leitar að öflugum og metnaðarfullum viðskiptastjóra með starfsstöð í Borgarnesi. Við leitum eftir einstakling sem hefur áhuga á að sinna krefjandi verkefnum og hefur ánægju af því að veita framúrskarandi þjónustu. Í starfinu felst þjónusta og utanumhald um núverandi viðskiptasambönd á svæðinu, sókn í nýja viðskiptavini, greiningu á fjárhagsstyrk aðila í viðskiptum og sala á öðrum vörum Arion samstæðunnar. Starfið heyrir undir svæðisstjóra fyrirtækja á Suður og Vesturlandi og þjónustar fyrirtæki á Suður,- Vesturlandi og Vestfjörðum. Teymið er hluti af Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka. Starfið gerir kröfu um færni i í mannlegum samskiptum, öguð vinnubrögð og sóknarhugsun. Tengiliður: birna.birgisdottir@arionbanki.is Umsóknarfrestur frá 02.12.2025 Umsóknarfrestur til 16.12.2025 |