Útgreiðslur lífeyrissparnaðar
- hvað ber að hafa í huga?
Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Því leggjum við hjá Arion sérstaka áherslu á faglega og persónulega útgreiðsluráðgjöf.
Í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans bjóðum við þér að koma á opinn fræðslufund um útgreiðslur þar sem fjallað verður m.a. um útgreiðslureglur, skattalega meðferð og samspil útgreiðslna við greiðslur frá Tryggingastofnun.
Fræðslufundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion, Borgartúni 19 og hægt er að velja á milli tveggja dagsetninga.
- Mánudaginn 20. mars kl. 17:30
Einnig í streymi á Facebook síðu Arion banka
- Þriðjudaginn 21. mars kl. 17:30
Boðið verður upp á léttar veitingar en áætlað er að fundirnir taki rúma klukkustund.
Allir velkomnir.