Kredit- og debetkort
Aldrei gefa upp kortaupplýsingar (kortanúmer, gildistíma, CVV númer) á samfélagsmiðlum, með símtali, í tölvupósti eða í gegnum SMS.
Það er brýnt að vera á varðbergi gagnvart ólíkum svikaleiðum og þekkja hvernig má varast þær.
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir netsvikum skaltu tafarlaust hafa samband við okkur í síma 444 7000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið netsvik@arionbanki.is. Utan almenns opnunartíma er hægt að hafa samband við vaktþjónustu korthafa í síma 525 2000.
Jafnframt minnum við á að í Arion appinu er alltaf hægt að frysta kreditkortið og koma þannig í veg fyrir frekari misnotkun.
Þrjótur tekur yfir samfélagsmiðla hjá einstaklingi og hefur samband við aðila á vinalista viðkomandi, gjarnan undir því yfirskyni að hafa skráð viðkomandi í leik.
Til að þrjóturinn fái sínu framgengt þarf einstaklingurinn að láta í té viðkvæmar upplýsingar eins og kortaupplýsingar, lykilorð o.fl.
Verum ávallt á varðbergi og gefum aldrei upp viðkvæmar upplýsingar á samfélagsmiðlum.
Algeng aðferð við kortasvik er að senda tölvupóst eða SMS um að þín bíði póstsending eða að þú þurfir að uppfæra viðkvæmar upplýsingar á tiltekinni vefsíðu. Í þessum skilaboðum er hlekkur sem vísar á falska vefsíðu sem þrjótarnir vilja að þú smellir á.
Tölvupóstarnir, vefsíðurnar og skilaboðin geta verið mjög trúverðug. Allt inniheldur þetta þó falsaðar upplýsingar eins og t.d. merki (lógó) fyrirtækja og nöfn starfsfólks.
Verum vakandi fyrir torkennilegum netföngum, netslóðum og gefum okkur tima til að vega og meta upplýsingar.
Það eru litlar líkur á að raunveruleg viðskiptatækifæri leynist á samfélagsmiðlum. Svikararnir nota sannfærandi auglýsingar sem lofa skjótum gróða, oft með því að tengja frægt fólk við tilboð sem eru hreinn uppspuni. Margir treysta því að slíkar auglýsingar séu öruggar – en það er misskilningur.
Svikatilboðin berast einnig með tölvupósti, skilaboðum eða símtölum, þar sem svikarar reyna að sannfæra fólk til að fjárfesta eða veita aðgang að tölvu og netbanka. Þannig hafa margir orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni.
Lykilatriði er að vera á varðbergi – ef eitthvað virðist of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt þannig.
Ástarsvik er það kallað þegar reynt er að mynda ástar- eða vinatengsl í þeim tilgangi að svíkja út peninga eða viðkvæmar upplýsingar. Á þessum svikum eru nokkur þekkt einkenni. Svikarinn er mjög fljótur að játa ást sína og gerir það ítrekað og gefur sér tíma til að byggja upp traust.. Viðkomandi vill strax færa samtalið við þig yfir í tölvupóst, SMS eða símtal, planar hitting en er sífellt að greiða úr einhverjum vandamálum og vantar fjárhagslega aðstoð þína til þess.
Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit á borð við Facebook og Tinder geta einfaldað það að kynnast nýju fólki. Þó er mikilvægt að hafa í huga að sá sem þú átt í samskiptum við á netinu er ekki alltaf sá sem hann segist vera.
Kredit- og debetkort
Aldrei gefa upp kortaupplýsingar (kortanúmer, gildistíma, CVV númer) á samfélagsmiðlum, með símtali, í tölvupósti eða í gegnum SMS.
Lykilorð og leyninúmer
Aldrei gefa öðrum upp notandanafn og lykilorð eða leyninúmer á reikningum þínum.
Jafnframt skaltu aldrei gefa öðrum upp SMS kóða.
Gott er að temja sér að nota aldrei sama lykilorðið á tveimur stöðum.
Innskráning með rafrænum skilríkjum
Vertu á varðbergi gagnvart innskráningarbeiðnum með rafrænum skilríkjum. Hugsaðu um rafrænu skilríkin þín eins og peningaveski.
Ef einhver bæði þig um að rétta sér veskið þitt yrði fyrsta hugsun að hafna beiðninni. Sama gildir um rafrænu skilríkin þín.
Staðfesting með rafrænum skilríkjum
Þegar þú átt í netviðskiptum færðu jafnan beiðni um að staðfesta rafræn skilríki. Staðfesting með rafrænum skilríkjum er ígildi þess að samþykkja færslu með PIN-númeri.
Það er því mjög mikilvægt að taka sér tíma í slíkt.
Farðu vel yfir upphæð, mynt og nafn seljanda á staðfestingarskjá áður en þú samþykkir nokkuð.
Gott er að hafa í huga að ef þú staðfestir eitthvað með rafrænum skilríkjum er færslan óafturkræf.
Óþekkt innskráning í Arion appið
Ef þú fékkst tölvupóst um innskráningu í Arion appið sem þú kannast ekki við skaltu bregðast hratt og örugglega við með því að uppfæra öryggisstillingar appsins og fjarlægja tæki sem þú þekkir ekki.
Greiðslufyrirmæli
Ef þú færð tölvupóst, SMS eða símtal frá einhverjum með greiðslufyrirmælum er gott að hafa samband við viðkomandi einstakling, fyrirtæki eða stofnun til að athuga hvort greiðslan eigi í raun rétt á sér.
Gefðu þér tíma og láttu aldrei undan þrýstingi frá þriðja aðila.
Fylgstu með færslunum þínum
Netþrjótar beita alls kyns klækjabrögðum. Til að mynda taka þeir oft frekar litlar en stórar upphæðir út af kortum einstaklinga svo að eigendur kortanna eigi erfiðara með að átta sig á því sem er að gerast. Fylgstu með færslunum og tilkynntu strax ef þú kemur auga á eitthvað sem þér finnst óeðlilegt. Þú getur líka fryst kortið í Arion appinu eða með því að hringja í 444 7000.
Svikahrappar falsa tölvupósta og senda á starfsfólk fyrirtækja, oft í nafni stjórnenda fyrirtækisins. Í tölvupóstunum, sem eru jafnan mjög trúverðugir, er viðtakandi beðinn um að framkvæma greiðslu inn á reikning í eigu þrjótsins.
Svikahrappurinn leggur jafnan mikla vinnu í undirbúning. Hann finnur til dæmis út hvenær yfirmaður fer í frí og sendir þá starfsmanni póst og biður viðkomandi um að framkvæma millifærslu sem fyrst.
Þrjóturinn ítrekar oft beiðnina í þeim tigangi að fá starfsmanninn til þess að láta undan pressunni og millifæra á reikning í eigu svikahrappsins.
Svikahrappar senda fólki tölvupóst eða smáskilaboð og reyna að fá það til að smella á slóð, hlaða niður hugbúnaði eða opna viðhengi.
Pósturinn eða skilaboðin virðist koma frá heiðvirðu fyrirtæki og er viðtakandi hvattur til að smella á hlekk sem vísar á falsaða vefsíðu þar sem óskað er eftir viðkvæmum upplýsingum.
Markmiðið er að komast yfir notendanöfn, lykilorð, reikningsupplýsingar, leyninúmer bankareikninga, greiðslukortanúmer, CVC-númer og fleiri viðkvæmar upplýsingar.
Komist svikahrapparnir yfir upplýsingar eru þær notaðar til að stela fé eða beita þeim til að fremja annars konar svik.
Svikahrappar beita öllum brögðum til að hafa fé af fólki og slá meðal annars á þráðinn í von um að komast yfir dýrmætar persónuupplýsingar, svo sem notendanöfn, lykilorð og annað slíkt. Gefum aldrei upp persónuupplýsingar, s.s. notandanafn, lykilorð eða merki reikninga, í gegnum síma.
Ef þú færð grunsamlegt símtal getur þú til dæmis:
Ekki hika við að skella á ef símtalið leggst illa í þig!
Netsvik eru orðin ein umfangsmesta glæpastarfsemi í heiminum ásamt með ólöglegri vopnasölu og fíkniefnaviðskiptum.
Netsvik hófust fyrir alvöru á Íslandi fyrir um þremur árum og hafa aukist umtalsvert, sér í lagi þar sem fjármagnshöft og tungumál eru ekki lengur hindranir fyrir þrjótana.
Federal Bureau of Investigation, 2024
Þú tilkynnir netsvik með því að senda okkur póst á netsvik@arionbanki.is. Einnig er mikilvægt að hafa samband við lögregluna með því að senda póst á netfangið abendingar@lrh.is.
Hægt er að kynna sér netsvik nánar á eftirtöldum vefsíðum:
Hákon Lennart Aakerlund
Öryggisstjóri Arion banka
„Öryggi viðskiptavina og starfsfólks er okkur afar mikilvægt. Okkar sýn er sú að án markvissrar fræðslu og vitundarvakningar sé erfitt að draga úr þeim netógnum sem blasa við í dag. Því teljum við að fræðsla og þjálfun sé lykilatriði í að byggja upp öruggara stafrænt umhverfi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki."
Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir
Sérfræðingur á svikavakt
„Allskonar fólk lendir í netsvikum. Svikavakt Arion banka er í góðri samvinnu við sérfræðinga í öryggismálum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir mörg fjárhagstjón með góðri vöktun og góðum samskiptum við viðskiptavini."
Stefán Skúlason
Sérfræðingur í öryggismálum
„Ef þú færð meldingu um innskráningu, beiðni um millifærslu eða ósk um upplýsingar gegnum samfélagsmiðla og kannast ekki við uppruna þeirra eru líkur á að um tilraun til netsvika se að ræða. Það er því mikilvægt að staldra við þegar við fáum slík skilaboð og passa að gera ekki neitt í flýti!"
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".