Lán
vegna nýbygginga
Við bjóðum húsbyggjendum heildstæða fjármögnun á byggingaframkvæmdum, allt frá lóðarkaupum og þar til eign er fullbyggð. Áður en farið er af stað er gott að meta stöðu sína með því að fara í gegn um greiðslumat sem er að finna hér.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um lán vegna nýbygginga er hægt að hafa samband við ibudalan@arionbanki.is.
- Eigið fé í upphafi þarf að vera 30% af áætluðum byggingarkostnaði.
- Kostnaðar- og verkáætlun þarf að liggja fyrir í byrjun.
- Lánað er óverðtryggt skammtímalán fram að fokheldi eignar.
- Hámarks veðhlutfall framkvæmda er allt að 70% af verkáföngum á hverjum tíma.
- Við B2 (fokheld bygging) verður eign fyrst lánshæf fyrir íbúðalánum og í áföngum eftir hækkun byggingarstigs.
- Brunatrygging fasteigna í smíðum/smíðatrygging
- Eingöngu er lánað á fyrsta veðrétt.
- Lánstími er allt að 40 ár. Íbúðalánið getur verið verðtryggt eða óverðtryggt með breytilegum eða föstum vöxtum. Sjá nánar um íbúðalán.
- Þegar fasteign er fullbyggð og komin á B4 fæst lán allt að 80% af byggingarkostnaði eða markaðsverðmæti, þ.e. því sem lægra reynist.


Fasteignalán
- Lánstími er allt að 30 ár.
- Hámarksveðhlutfall getur verið allt að 80% af markaðsvirði eignar þegar lán er veitt á fyrsta veðrétt, annars 70%. Miðað er við kauptilboð við nýkaup en fasteignamat við endurfjármögnun.
- Lán getur verið óverðtryggt með breytilegum vöxtum sem taka mið af veðhlutfalli.
- Lántökugjald og önnur gjöld eru samkvæmt verðskrá bankans
- Ekkert uppgreiðslugjald.
- Er veitt með veði í fasteign á Íslandi.