Arion fríðindi eru fyrir okkar besta fólk

Fríðindareikningur

Við höldum áfram að efla Arion fríðindi og kynnum til sögunnar nýjan sparnaðarreikning, Fríðindareikninginn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

Með Fríðindareikningnum bjóðum við hæstu vexti á óbundnum reikningi á Íslandi í dag – og þeir eru greiddir í hverri viku, sem ekki hefur áður tíðkast hér á landi.

Þannig sérðu í hverri viku hvernig peningarnir þínir ávaxtast hjá okkur.

Hvernig virkar þetta?

Um er að ræða sparnaðarreikning þar sem peningurinn er alltaf laus.

Reikningurinn virkar þannig að þú færð greidda vexti af höfuðstólnum í hverri einustu viku.

Vextirnir sem þú færð miðast við á hvaða stigi þú ert í Arion fríðindum og hækka síðan í þrepum eftir því sem innstæðan eykst. 

Það tekur enga stund að virkja reikninginn

Til að virkja Fríðindareikninginn þarftu að hafa skráð þig í Arion fríðindi. Þá ættir þú að sjá borða efst í Arion appinu sem leiðir þig í gegnum örfá einföld skref. 

Ef þú ert nýr viðskiptavinur byrjar þú á að skrá þig í Arion fríðindi. Því næst þarftu að ganga úr skugga um að þú uppfyllir ákveðin skilyrði svo þú getir virkjað reikninginn.

Hvað þýða vikulegir vextir?


Vikulegir vextir

Vextir bætast ofan á höfuðstólinn í hverri viku. Þetta þýðir að þú færð bæði vexti af upphaflegri fjárhæð og þeim vöxtum sem bætast við í hverri viku. Sparnaðurinn þinn vex því hraðar en nokkru sinni fyrr.

Mánaðarlegir vextir

Vextir bætast ofan á höfuðstólinn einu sinni í mánuði sem þýðir að þú færð sjaldnar vexti af vöxtum, sem hægir á ávöxtuninni til lengri tíma.

Ársvextir

Vextir bætast ofan á höfuðstólinn einu sinni á ári sem þýðir að sparnaðurinn þinn vex hægast.

Reiknaðu út þinn sparnað

Þínir vextir eftir 12 vikur
Mótframlag
Ávöxtun
Niðurstöður
Vaxtatafla

Fríðindastig 1

Fríðindastig 2

Fríðindastig 3

Fríðindastig 4

UpphæðFríðinda­stig 1Fríðinda­stig 2Fríðinda­stig 3Premía

< 1 millj. kr.

6,75%6,80%6,85%6,95%

1–5 millj. kr.

6,80%6,85%6,90%6,95%

5–20 millj. kr.

6,85%6,90%6,95%7,00%

20–100 millj. kr.

6,90%6,95%7,00%7,05%

> 100 millj. kr.

6,95%7,00%7,05%7,10%

Útreikningar miðast við óhreyfða innstæðu og vikulega greiðslu vaxta. Vextir í útreikningi taka ekki mið af því ef innstæða færist upp í hærra vaxtastig vegna hækkunar höfuðstóls við vikulega ávöxtun. Útreikningar eru aðeins til viðmiðunar.

Spurt og svarað