Innlendir og alþjóðlegir sjóðir
Við bjóðum fagfjárfestum þægilegt aðgengi að leiðandi sjóðastýringarfyrirtækjum með fjölbreyttu úrvali sjóða.
Samstarf okkar við þessi fyrirtæki felur í sér hagstæð kjör og sértæka þjónustu fyrir okkar viðskiptavini.
Við bjóðum fagfjárfestum þægilegt aðgengi að leiðandi sjóðastýringarfyrirtækjum með fjölbreyttu úrvali sjóða.
Samstarf okkar við þessi fyrirtæki felur í sér hagstæð kjör og sértæka þjónustu fyrir okkar viðskiptavini.
Við bjóðum lífeyrissjóðum í stýringu upp á persónulega og sveigjanlega rekstrarþjónustu, að hluta eða í heild.
Þjónustan er mótuð í nánu samráði við viðskiptavini.
Við sjáum um eignastýringu fyrir 10 fagfjárfesta með yfir 900 milljarða í stýringu.
Um 10% af heildareignum lífeyriskerfisins eru í eignastýringu hjá okkur.
Við vinnum eftir stöðlum og er þjónustan síðan aðlöguð að óskum viðskiptavina.
Þú getur látið okkur sjá um allan rekstur sjóðsins eða hluta hans. Með stærðar-hagkvæmni og sérhæfingu náum við árangri.
Þú skilgreinir rammann fyrir eignastýringu og við stýrum innan þessa ramma.
Arion banki er hluti af stefnu Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Bankinn er stofnaðili IcelandSIF.

Eignastýring fyrir fagfjárfesta byggir á faglegum og skipulögðum vinnubrögðum. Stýringin fer eftir fyrir fram skilgreindri fjárfestingarstefnu, markmiði og vikmörkum, sem byggð eru á óskum viðskiptavina.
Við leggjum áherslu á virka eignastýringu, þar sem samsetning eignasafna er reglulega endurskoðuð í takt við markaðsaðstæður og þróun innan og á milli eignaflokka. Markmiðið er að nýta þær aðferðir sem skila bestum árangri hverju sinni.
Þjónustan felur í sér regluleg samskipti þar sem farið er yfir markaðsþróun, breytingar á eignasafni, framtíðarhorfur og árangur. Við bjóðum einnig aðstoð við mótun fjárfestingarstefnu, stefnu um ábyrgar fjárfestingar og hluthafastefnu auk framkvæmdar og upplýsingagjafar um framfylgni þeirra.
Við erum aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stofnaðili að IcelandSIF - samtökum um ábyrgar fjárfestingar - sem vinna að því að efla þekkingu fjárfesta á sjálfbærum fjárfestingum.

Stærsti séreignarsjóður landsins, opinn öllum og án skylduaðildar. Arion hefur annast rekstur og eignastýringu sjóðsins frá upphafi.
Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna er opinn öllum félagsmönnum FÍA. Arion hefur annast rekstur og eignastýringu sjóðsins frá 2012.
Samtryggingarsjóður opinn öllum, með skylduaðild fyrir ákveðin aðildarfélög. Arion hefur annast rekstur og eignastýringu sjóðsins frá 2000.
Hlutfallssjóður fyrir starfsmenn Búnaðarbanka Íslands, lokaður nýjum sjóðfélögum frá árinu 1998. Arion hefur annast rekstur og eignastýringu sjóðsins frá 2003.
Séreignasjóður bankans sem býður upp á viðbótarlífeyrissparnað. Arion hefur annast rekstur og eignastýringu sjóðsins frá stofnun 1998.
Eignastýring Arion sinnir einnig öðrum fagfjárfestum svo sem sjóðum í eigu tryggingafélaga, sveitafélaga og félagasamtaka.

Við erum virkur þátttakandi í menntasamfélaginu og höfum boðið háskólanemum starfsnám, þar sem þeir fá innsýn í dagleg störf teymisins og öðlast dýpri skilning á lífeyrismálum, mótun fjárfestingarstefnu, markaðnum og áhættustýringu. Við höfum einnig átt samstarf við nemendur tengt lokaritgerðum og rannsóknarverkefnum á háskólastigi.
Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur, hvort sem það snýr að starfsnámi, ritgerðarskrifum eða rannsóknaverkefnum, þá hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við okkur!
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".