Leyfðu okkur
að sjá um þig


Premía fjárstýring er sérsniðin fjármála- og fjárfestingaþjónusta með það að markmiði að auka og varðveita eignir þínar.

Við höfum áratuga reynslu af því að styðja við einstaklinga og fjölskyldur með flóknar fjárhagslegar þarfir.

Við hvetjum þig því til að hafa samband svo við getum veitt þér innsýn í allt það sem við höfum upp á að bjóða.

Við lítum fram
á veginn

Við aðstoðum þig við að móta langtímaáætlanir í takt við þarfir þínar og fjölskyldunnar.

Einnig sjáum við um að þróa fjárfestingarstefnu sem tekur mið af viðhorfum þínum til ávöxtunar og áhættu. 


Heildstæð lausn

Áhersla á varðveislu eignasafns
Greining vaxtarmöguleika
Fjárfestingaáætlanir
Skattamál


Aðgangur að fjölda sérfræðinga

Fjárhagsleg skipulagning
Lífeyrismál
Erfðamál
Lögfræðiráðgjöf
Fyrirtækjaráðgjöf


Fræðsla og viðburðir

Reglulegt fréttabréf
Boð á sérstaka viðburði
Forgangur að miðakaupum hjá Senu Live

Persónuleg þjónusta sem er sérsniðin að þínum þörfum


Þú færð tvo viðskiptastjóra sem sjá um öll þín mál – saman vinna þeir svo með teymi sérfræðinga í takt við þínar þarfir.

Persónuvernd, trúnaður og örugg stjórnun á fjármagni eru ávallt í forgangi, en viðskiptastjórarnir þínir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingunum þínum.

Við horfum heildstætt á hlutina – þess vegna fær fjölskylda þín einnig aðgang að þjónustu Premíu.

Okkar besta kreditkort

Sem viðskiptavinur Premíu hefur þú aðgang að sérhönnuðum greiðslukortum.

Kreditkortinu fylgja okkar bestu ferðatryggingar og fjöldi annarra fríðinda, eins og aðgangur að Saga Lounge og frí heimsókn í Betri stofu World Class mánaðarlega. Auk þess safnar þú vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innlendri sem erlendri.

 

Meiri fríðindi með Premíu kreditkorti


 

Fleiri vildarpunktar

5.000 vildarpunktar og 6.000 fríðindastig Icelandair árlega við greiðslu árgjalds, þú safnar svo 12 punktum fyrir hverjar 1.000 kr. af allri verslun – innanlands sem utan.


Árleg punktagjöf

Þú færð 50.000 Vildarpunkta í gjöf að uppfylltum skilyrðum.


Betri ferðatryggingar

Kortinu fylgja okkar allra bestu ferðatryggingar og víðtækari bílaleigutryggingar. Frábær kjör fyrir fólk sem ferðast mikið.


Betri stofur flugvalla

Ókeypis aðgangur að Saga Lounge í Leifsstöð þegar þú flýgur með Icelandair. Athugaðu að þú getur boðið gesti með þér gegn gjaldi.


Flýtiinnritun

Flýtiinnritun (Priority check-in) í Keflavík í flug Icelandair fyrir handhafa kortsins.


Golftrygging

Kortinu fylgir Premía golftrygging þar sem búnaðurinn er tryggður ásamt óhappatryggingu o.fl. Ef þú ferð holu í höggi getur þú fengið greiðslu sem hugsuð er til þess að mæta þeim kostnaði sem hlýst af því að bjóða meðspilurum upp á veitingar að hring loknum.


Heimsókn í Betri stofuna

Gegn framvísun kortsins færð þú eina heimsókn á mánuði í Betri stofu World Class og getur einnig boðið með þér gesti.


Reykjavík Edition

Þú færð 10% afslátt af veitingum hjá Reykjavík Edition. Afslátturinn gildir á The ROOF, Lobby bar, Tides og Tides Cafe. Aðgangur að Tölt bar sem eingöngu er opinn þeim sem eru með meðlimakort.

Við tökum vel
á móti þér

Þjónustan er sérsniðin að hverjum og einum.

Ef þú vilt vita meira um það sem við getum gert fyrir þig fyllir þú út formið – við höfum svo samband um hæl og finnum tíma sem hentar þér.


Sérfræðingar Premíu

Magnús Már Leifsson, forstöðumaður
magnus.mar.leifsson@arionbanki.is

Björg Kristinsdóttir
bjorg.kristinsdottir@arionbanki.is

Daði Hendricusson
dadih@arionbanki.is

Edda Björk Sigurðardóttir
eddabs@arionbanki.is

Eiríkur Önundarson
eirikur.onundarson@arionbanki.is

Ellen Ragnars Sverrisdóttir
ellen.ragnars@arionbanki.is

 

Helena Kristín Brynjólfsdóttir
helena.brynjolfs@arionbanki.is

Jóhanna Thorlacius
johanna.thorlacius@arionbanki.is

 

Júlíus Jónasson
julius.jonasson@arionbanki.is

Magnús Öder Einarsson
magnus.e@arionbanki.is

Pétur Ágústsson
petur.agustsson@arionbanki.is

Sigurlaug Bára Jónasdóttir
sigurlaug.bara.jonasdottir@arionbanki.is

Thelma Harðardóttir
thelma.hardardottir@arionbanki.is

Þorsteinn Freyr Þorsteinsson
thorsteinn@arionbanki.is