Birting lýsingar og hlutafjárútboð Hampiðjunnar

Hampiðjan, leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa, búnaði til fiskeldis og þróun og framleiðslu á ofurköðlum, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Arion banki hf. hefur umsjón með almenna útboðinu og töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Helstu upplýsingar um hlutafjárútboð og fyrirhugaða töku til viðskipta á Aðalmarkaði
- 85.000.000 nýir hlutir í félaginu verða boðnir til sölu í almennu útboði, sem jafngildir 13,37% af heildarhlutafé eftir hlutafjárhækkun þess efnis.
- Almenna útboðið skiptist í tvær áskriftarbækur, Áskriftarbók A þar sem 17.000.000 nýir hlutir verða boðnir til sölu á föstu verði 120 kr. á hlut og Áskriftarbók B þar sem 68.000.000 nýir hlutir verða boðnir til sölu á lágmarksverði 120 kr. á hlut.
- Lágmarksverðið í almenna útboðinu, 120 kr. á hlut, jafngildir 14% afslætti á vegið meðalverð (VWAP) hlutabréfa Hampiðjunnar á First North Iceland síðasta mánuðinn.
- Áskriftartímabil hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma þann 25. maí og stendur til kl. 14:00 þann 2. júní 2023.
- Nánari upplýsingar um útboðið og skilmála sem um það gilda má finna í lýsingu Hampiðjunnar, sem er staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og birt í dag, 24. maí 2023.
- Sótt hefur verið um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Gert er ráð fyrir að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði þann 9. júní n.k., að því gefnu að Nasdaq Iceland samþykki umsókn félagsins um töku til viðskipta fyrir þann tíma.
Um Hampiðjuna
- Hampiðjan var stofnuð árið 1938 og er í dag leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu og sölu veiðarfæra, búnaði til fiskeldis og fyrir útsjávariðnaðinn. Félagið er með starfsemi á 21 landsvæði í 51 dótturfyrirtækjum sem hafa alls 76 starfsstöðvar, en þær ná allt frá ysta odda Alaska til suðureyja Nýja-Sjálands. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns á heimsvísu.
- Skráning hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland mun auka sýnileika Hampiðjunnar og veita aðgengi að breiðari hópi fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé mun einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og gera því kleift að raungera samlegðartækifæri sem felast í kaupum þess á Mørenot.
- Fyrirhugað er að um 60% af ágóða almenna útboðsins verði nýttur til endurskipulagningar á langtímaskuldum Mørenot og að 40% verði nýtt í fjárfestingar til að nýta samlegðartækifæri tengd kaupunum.
- Nýsköpun og vöruþróun spila lykilþátt í starfsemi Hampiðjunnar og einkunnarorð félagsins eru að stöðug vöruþróun sé kjarninn í starfsemi þess. Einkaleyfi Hampiðjunnar eru um 41 talsins.
- Hampiðjan hefur vaxið mikið á undanförnum árum með samrunum og yfirtökum samhliða sterkum innri vexti. Samkvæmt pro forma upplýsingum fyrir samstæðu Hampiðjunnar og Mørenot árið 2022 hafa rekstrartekjur samstæðunnar tæplega sexfaldast síðan 2013 og EBITDA rúmlega fimmfaldast, sé leiðrétt fyrir einskiptisliðum.
- Á tímabilinu 2015 – 2022 má rekja um 60% af aukningu í tekjum Hampiðjunnar til ytri vaxtar en 40% til innri vaxtar. Þegar litið er á EBITDA má rekja um 50% af aukningu til ytri vaxtar og 50% til innri vaxtar.
- Félagið hefur fjárfest duglega á undanförnum árum í innviðum og framleiðslutækjum. Hampidjan Baltic, meginframleiðslueining félagsins er ein tæknilega fullkomnasta veiðarfæraverksmiðja í heimi.
- Gert er ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar 2023, eftir kaupin á Mørenot, komi til með að nema 320 - 340 milljón evrum og að EBITDA hlutfall verði á bilinu 13,5 – 14,5%, leiðrétt fyrir einskiptisliðum tengdum kaupunum og fyrirhuguðu hlutafjárútboði. Hampiðjan sér fram á mikla samlegð í kaupunum á Mørenot og er gert fyrir að heildartekjur 2027 muni nema um 420 – 440 milljón evrum og EBITDA hlutfall á bilinu 16,5% - 17,5% eftir að tækfæri til samlegðar hafa verið nýtt að mestu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um Hampiðjuna, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 24. maí 2023 auk fjárfestakynningar sem birt hefur verið á www.arionbanki.is/hampidjan.
Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá Verðbréfaráðgjöf Arion banka í síma 444-7000 milli kl. 09.30 og 15.30 dagana 25. maí til 2. júní 2023 og tölvupóstfanginu hampidjan@arionbanki.is.
Fleiri fréttir
05. júní 2025
Kaldvík lýkur 6,6 milljarða króna hlutafjáraukningu
Kaldvík hefur lokið 46,2 milljóna evra hlutafjáraukningu, sem nemur um 6,6 milljörðum króna. Samhliða því hefur félagið tryggt sér lánsfjármögnun að heildarupphæð 230 milljónir evra, sem markar...
LESA NÁNAR06. maí 2025
LAXEY lýkur 5 milljarða hlutafjárútboði
LAXEY, sem byggir upp félag með allt að 36.000 tonna (HOG) ársframleiðslu á laxi í landeldi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku 5 milljarða hlutafjáraukningu, sem nemur um 35 milljónum evra.
LESA NÁNAR07. nóvember 2024
Controlant lýkur 35 milljón dala fjármögnun
Controlant hefur lokið 35 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem nemur 4,8 milljörðum íslenskra króna.
LESA NÁNAR20. september 2024
Um yfirtökutilboð Langasjávar til hluthafa Eikar fasteignafélags
Langisjór ehf., eigandi 32,31% hlutafjár í Eik fasteignafélagi hf., hefur lagt fram yfirtökutilboð, á grundvelli tilboðsskyldu tilboðsgjafa samkvæmt 100. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur, til...
LESA NÁNAR22. nóvember 2023
Birting lýsingar og hlutafjárútboð Ísfélags hf.
Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
LESA NÁNAR16. nóvember 2023
Arion banki ráðgjafi Kaldalóns við skráningu á Aðalmarkað
Nú í morgun voru hlutabréf Kaldalóns hf. tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Kaldalón er eitt stærsta fasteignafélag Íslands og félag í örum vexti.
LESA NÁNAR04. júní 2023
Ríflega þreföld eftirspurn í hlutafjárútboði Hampiðjunnar
Almennu hlutafjárútboði Hampiðjunnar hf. lauk kl. 14:00 þann 2. júní. Alls bárust um 3.700 áskriftir að andvirði um 32,3 ma.kr. sem samsvarar ríflega þrefaldri eftirspurn
LESA NÁNAR24. maí 2023
Birting lýsingar og hlutafjárútboð Hampiðjunnar
Hampiðjan, leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa, búnaði til fiskeldis og þróun og framleiðslu á ofurköðlum, hefur birt lýsingu vegna...
LESA NÁNAR31. mars 2023
6,5 milljarða króna hlutafjáraukning Ice Fish Farm
Ice Fish Farm hefur lokið 44 milljóna evra hlutafjáraukningu, sem nemur um 6,5 milljörðum króna. Um er að ræða útgáfu rúmlega 18 milljóna nýrra hlutabréfa í félaginu.
LESA NÁNAR21. febrúar 2023
Valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. rennur út kl. 13:00 á morgun 22. febrúar
AU 22 ehf., eigandi 29,3% hlutafjár í Origo hf., lagði fram valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á kr. 101 á hlut og rennur tilboðið út kl. 13:00 á morgun, 22...
LESA NÁNAR27. janúar 2023
Valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf.
AU 22 ehf., eigandi 29,3% hlutafjár í Origo hf., hefur lagt fram valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á kr. 101 á hlut.
LESA NÁNAR15. nóvember 2022
Arion banki ráðgjafi Eðalfangs í hlutafjáraukningu
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur fjárfest í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins. Um er að ræða útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar...
LESA NÁNAR03. nóvember 2022
Arion banki ráðgjafi Amaroq Minerals við hlutafjáraukningu og skráningu á First North á Íslandi
Nýverið fór fram vel heppnuð hlutafjáraukning og skráning Amaroq Minerals á First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Um var að ræða alþjóðlega hlutafjáraukningu þar sem félagið tryggði sér 30 milljónir...
LESA NÁNAR01. júní 2022
Skráning Nova Klúbbsins hf. á markað
Hlutafjárútboð íslenska fjarskiptafyrirtækisins Nova Klúbbsins hf. hefst kl. 10.00 föstudaginn 3. júní og mun standa yfir til klukkan 16.00 föstudaginn 10. júní.
LESA NÁNAR20. apríl 2022
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ráðgjafi við hlutafjáraukningu og fyrirhugaða skráningu Nova á Aðalmarkað Nasdaq Iceland
Nova hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt er að skráningu á fyrri helmingi þessa árs.
LESA NÁNAR09. mars 2022
Arion banki ráðgefandi þegar Horn IV keypti hlut í S4S
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á hlut í fyrirtækinu S4S ehf. sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og...
LESA NÁNAR17. febrúar 2022
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ráðgjafi við hlutafjáraukningu Coripharma
Coripharma lauk nýverið 3,5 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja enn frekar við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja og áframhaldandi uppbyggingu söluteymis.
LESA NÁNAR14. janúar 2022
Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata
Framtakssjóðurinn VEX I og meðfjárfestar gerðu nýverið samkomulag um kaup á allt að helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata, en gengið verður endanlega frá kaupunum í byrjun febrúar.
LESA NÁNAR30. júní 2021
Fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Solid Clouds
Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði tölvuleikjafélagsins Solid Clouds sem lauk klukkan 16 í dag, miðvikudaginn 30. júní.
LESA NÁNAR30. júní 2021
Arion banki sá um sölu- og fjármögnunarferlið þegar VEX I fjárfesti í AGR Dynamics
Sjóðurinn VEX I hefur gengið frá kaupum á nýju hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics sem og kaupum á hlutum Frumtaks og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í félaginu.
LESA NÁNAR25. júní 2021
Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Fly Play hf.
Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði Play sem lauk klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 25. júní 2021.
LESA NÁNAR25. júní 2021
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali
Í dag 25. júní 2021, var kauptilboð Lyfsalans ehf. í 100% hlutafé Lyfjavals ehf. og Landakot fasteignafélags ehf. samþykkt.
LESA NÁNAR25. júní 2021
Arion banki ráðgjafi í umsvifamiklum skuldabréfaviðskiptum sem verðmeta Alvotech á 300 milljarða króna
Eigendur breytanlegra skuldabréfa Alvotech hafa ákveðið að nýta rétt sinn til að breyta skuldabréfum að fjárhæð 106 milljóna Bandaríkjadala, jafnvirði um 13 milljarðar króna, í hlutafé á gengi sem...
LESA NÁNAR22. júní 2021
Skráning Solid Clouds á Nasdaq First North
Hlutafjárútboð íslenska tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds hf. hefst kl. 10:00 mánudaginn 28. júní og mun standa yfir til klukkan 16:00 miðvikudaginn 30. júní. Rafrænar áskriftir fara fram í...
LESA NÁNAR14. júní 2021
Hlutafjárútboð Fly Play hf. 24. og 25. júní
Hlutafjárútboð Fly Play hf. munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní.
LESA NÁNAR10. mars 2021
Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish
Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...
LESA NÁNAR21. október 2020
Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun
Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...
LESA NÁNAR20. október 2020
Margföld umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandic Salmon AS
Icelandic Salmon AS (áður Arnarlax AS) hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 647 milljónum norskra króna, eða sem samsvarar tæplega tíu milljörðum íslenskra króna.
LESA NÁNAR30. september 2020
Controlant lýkur tveggja milljarða hlutafjárútboði
Veruleg umframeftirspurn var eftir nýju hlutafé í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn.
LESA NÁNAR27. febrúar 2020
Arion banki lýkur útboði fyrir Lykil fjármögnun hf.
Arion banki lauk í gær útboði Lykils fjármögnunar hf. á skuldabréfaflokknum LYKILL 16 1. Áhugi á útboðinu var mikill en alls bárust tilboð að nafnvirði 5.790 m.kr. á genginu 100,0 og var öllum...
LESA NÁNAR