LAXEY hefur lokið síðari hluta fjármögnunarferlis félagsins með hlutafjáraukningu að fjárhæð 4 milljarðar króna. Um er að ræða annan hluta útboðs sem ætlað er að fjármagna uppbyggingu annars áfanga af sex í landeldi félagsins í Vestmannaeyjum. Það var fyrirtækjaráðgjöf Arion banka sem hafði umsjón með hlutafjáraukningunni.
Samtals hefur LAXEY aukið hlutafé sitt um 9 milljarða króna á árinu. Rúmlega helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum hluthöfum. Vegna umframeftirspurnar í síðari hluta útboðsins var ákveðið að stækka fjárhæðina umfram upphafleg áform.
Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagslega stöðu félagsins og skapar mikilvægt svigrúm fyrir áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í samræmi við langtímastefnu þess.
Við óskum félaginu innilega til hamingju með árangurinn og þökkum traustið og ánægjulegt samstarf.