LAXEY lýkur 4 milljarða hlutafjáraukningu

LAXEY lýkur 4 milljarða hlutafjáraukningu

LAXEY lýkur 4 milljarða hlutafjáraukningu - mynd

LAXEY hefur lokið síðari hluta fjármögnunarferlis félagsins með hlutafjáraukningu að fjárhæð 4 milljarðar króna. Um er að ræða annan hluta útboðs sem ætlað er að fjármagna uppbyggingu annars áfanga af sex í landeldi félagsins í Vestmannaeyjum. Það var fyrirtækjaráðgjöf Arion banka sem hafði umsjón með hlutafjáraukningunni.

Samtals hefur LAXEY aukið hlutafé sitt um 9 milljarða króna á árinu. Rúmlega helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum hluthöfum. Vegna umframeftirspurnar í síðari hluta útboðsins var ákveðið að stækka fjárhæðina umfram upphafleg áform.

Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagslega stöðu félagsins og skapar mikilvægt svigrúm fyrir áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í samræmi við langtímastefnu þess.
Við óskum félaginu innilega til hamingju með árangurinn og þökkum traustið og ánægjulegt samstarf.

Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR