Arion banki ráðgjafi við sölu á meirihluta í Kóða til VEX

Arion banki ráðgjafi við sölu á meirihluta í Kóða til VEX

Arion banki ráðgjafi við sölu á meirihluta í Kóða til VEX - mynd

Framtakssjóður í rekstri VEX ehf., hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Kóða ehf., og verður stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. Seljendur eru stofnendur félagsins, þeir Dagur Gunnarsson, Thor Thors, Tómas Tómasson og Örn Þórðarson auk Péturs Thors og Jasnik ehf., félags sem er að fullu í eigu Höskuldar Tryggvasonar. Stofnendur félagsins munu áfram eiga stóran hlut í félaginu og koma að rekstri þess.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og BBA//Fjeldco voru ráðgjafar félagsins og seljenda í viðskiptunum. Deloitte og LEX lögmannsstofa veitti kaupanda ráðgjöf.

Kóði var stofnað árið 2009 og um 30 manns starfa hjá félaginu. Félagið býður upp á fjölbreyttar fjártæknilausnir ásamt því að safna, greina og dreifa markaðsgögnum. Kóði á og rekur meðal annars verðbréfaviðskiptakerfið KODIAK OMS, KODIAK Excel, útboðskerfið IPO, Hluthafaskrá og Kelduna sem er heimsótt af 120 þúsund notendum mánaðarlega. Vörur félagsins eru yfir 20 talsins og meira en 600 fyrirtæki nýta vörur og þjónustu Kóða. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári er um einn milljarður króna og um 85% tekna eru áskriftartekjur.

VEX sérhæfir sig í fjárfestingum í óskráðum fyrirtækjum og rekur tvo framtakssjóði. Fjárfestingar VEX eru hugsaðar til langs tíma og vinnur félagið náið með stjórnendum í uppbyggingu félaga. Aðrar fjárfestingar VEX eru í AGR, Annata, Icelandic Provision, Kaptio, OK, Varist og Öryggismiðstöðinni.

 

Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR