Mannauðsstefna Arion banka

Starfsfólkið okkar er öflugur hópur fólks sem hefur metnað fyrir störfum sínum. Í sameiningu leggjum við okkur fram um að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, því árangur þeirra er okkar árangur. 

Mannauðsstefnan okkar er samsett úr sex þemum sem öll eiga það sameiginlegt að stuðla að ánægju starfsfólks, vexti þess og helgun. Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður og skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi.

Skýr sýn í jafnréttismálum

Við virðum mannréttindi og jafnrétti í allri okkar starfsemi. Við vinnum eftir jafnlaunastefnu til að tryggja jöfn kjör fyrir jafnverðmæt störf og gagnsæi í launaákvörðunum.

Einnig leggjum áherslu á jöfn tækifæri og að vinnustaðamenning sé með þeim hætti að allt starfsfólk geti blómstrað í starfi.

Jafnréttis- og mannréttindastefna

Rétta fólkið

Markmið okkar er að halda í og laða að framúrskarandi starfsfólk og efla það í faglegum og persónulegum vexti. Við tryggjum að ráðningar fari fram með faglegum hætti og að í hvert starf sé valinn einstaklingur í samræmi við þarfir og stefnu hverju sinni. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og gætum þess að vel sé staðið að þjálfun. Við leggjum einnig metnað í að vanda til viðskilnaðar við starfslok.

Stefna um starfslok vegna aldurs

Stöðug þróun og fræðsla

Við bjóðum fjölbreytta fræðslu til þess að efla færni og þekkingu starfsfólks. Starfsfólk er hvatt til að sýna frumkvæði og metnað til þess að þróast í starfi og taka ábyrgð á eigin þekkingu.

Með því að fjárfesta í fræðslu sköpum við umhverfi fyrir starfsfólk til vaxtar og tryggjum fagmennsku.

Fræðslustefna

Árangursdrifin menning

Við vinnum saman að því að ná árangri í þeim verkefnum sem okkur eru falin og hrósum þegar vel tekst til. Starfsfólk miðlar þekkingu og deilir upplýsingum til samstarfsfólks.

Með skilvirku vinnuumhverfi, skapand hugsunarhætti og umbótamenningu finnum við snjallar lausnir og náum árangri.

Við setjum okkur markmið og mælum árangur.

Öflug forysta

Hjá okkur starfa öflugir stjórnendur með skýra framtíðarsýn. 

Stjórnendur ganga fram með góðu fordæmi, eru hvetjandi og veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks.

Ánægja líðan og samskipti

Við leggjum okkur fram um að mynda hvetjandi starfsumhverfi og styðja við okkar fólk. Samskipti skulu einkennast af gagnkvæmri virðingu og er einelti, kynbundin eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi aldrei liðið. Það er á allra ábyrgð að koma í veg fyrir slíkt.

Við stöndum vörð um heilsu og öryggi starfsfólks og leggjum áherslu á heilsueflandi starfsumhverfi og forvarnir.

Við bjóðum eftirsóknarvert starfsumhverfi og erum fjölskylduvænn vinnustaður. Með sveigjanleika í starfi og fjarvinnustefnu mætum við þörfum starfsfólks og stuðlum að bættu jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Fjarvinnustefna
Heilsu- og öryggisstefna
Stefna gefna einelti, áreitni og ofbeldi (EKKO)