Fjárfestingar og íslenskt hagkerfi árið 2026
Í kringum áramótin lítum við í baksýnisspegilinn og horfum sömuleiðis á veginn fram undan. Fjölmargir setja sér einnig persónuleg markmið fyrir nýja árið, til dæmis að bæta við sig þekkingu. Er tíminn til að taka skrefið og læra að fjárfesta kannski runninn upp?
Við í Arion banka höldum áfram af fullum krafti með hið vinsæla Konur fjárfestum átak okkar og hefjum árið á skemmtilegum viðburði þar sem við kryfjum stöðuna í íslensku hagkerfi 2026 og förum um leið í saumana á grunnhugtökunum í fjárfestingum.
Dagskrá:
Auðbjörg Ólafsdóttir opnar viðburðinn með fyndnu og sérlega skemmtilegu erindi sem engin kona vill missa af! Auðbjörg var einu sinni hagfræðingur í banka og er í dag uppistandari og ráðgjafi hjá Franklin Covey. Auðbjörg býr yfir áratuga reynslu úr viðskiptalífinu en hefur síðasta ár einnig reynt fyrir sér í uppistandi með sýningunni „Konur þurfa bara …“ þar sem hún gerir grín að raunveruleika miðaldra kvenna, vinnulífinu og öllu því sem við eigum sameiginlegt.
Snædís Ögn Flosadóttir útskýrir á mannamáli hvernig byrja má að fjárfesta í sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum og varpar ljósi á öll helstu grunnhugtökin
Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka rýnir í stöðuna í hagkerfinu okkar - hvað er fram undan á árinu 2026 og hvaða lykilstærðir hafa áhrif á þá þróun?

Hvar: Fantasía, Vinnustofu Kjarvals, Reykjavík
Hvenær: 21. janúar kl. 17:00
Skráningu er lokið.