Ég ætla að vera með!

Fjölmargir valkostir standa til boða þegar kemur að sparnaði og fjárfestingum. Í Arion appinu getur þú stofnað sparnaðarreikning, gert samning um viðbótarlífeyrissparnað og átt viðskipti með hlutabréf og sjóði.

Ef þú ert ekki með Arion appið er einfalt að sækja það.

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

Fyrstu skrefin í fjárfestingum

Það er mun einfaldara að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum en margir halda.

Við mælum með því að:

  • Taka frá tíma til að fræðast og skilja sparnaðarmöguleika
  • Íhuga að panta tíma hjá sparnaðarráðgjafa í Arion
  • Setja skýr markmið með fjárfestingum og sparnaði
  • Byrja smátt og byggja upp sjálfsöryggi til fjárfestinga
  • Ákveða hver þolmörk þín eru vegna breytinga á markaði
  • Fagna áföngum og litlum sigrum
     

Góðir sparnaðarkostir

Sparnaðar-
reikningar 

Sparnaðarreikningar henta vel fyrir reglulegan sparnað. Skynsamlegt er að vera með reglulegan sparnað á sparnaðarreikningum og eiga þannig fyrir óvæntum útgjöldum eða mikilvægum viðburðum í lífinu.

Þú getur stofnað sparnaðarreikning og byrjað reglulegan sparnað nú þegar undir Meira í Arion appinu. 

Sparnaðarreikningar

Hlutabréf og sjóðir

Það er mjög auðvelt að eiga viðskipti með hlutabréf og sjóði undir Meira í Arion appinu.

Ef þú ert að eiga slík viðskipti í fyrsta sinn þarf að svara spurningalista um þína þekkingu og reynslu. Spurningarnar eru til að auka gagnsæi um viðskipti og svör eru ekki rétt eða röng.

SjóðirHlutabréf

 

Viðbótarlífeyris-
sparnaður

Fyrir fólk á vinnumarkaði þá er viðbótarlífeyrissparnaður einn allra hagstæðasti sparnaðurinn og eitthvað sem allir ættu að íhuga óháð öðrum sparnaði. Með því að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað leggur þú fyrir 2-4% af launum þínum mánaðarlega og færð 2% launahækkun sem fer í sparnaðinn.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Það er aldrei of seint
að hefja reglulegan sparnað 

Gott er að setja sér markmið um sparnaðarupphæð í hverjum mánuði en suma mánuði er hægt að leggja meira fyrir en aðra mánuði minna.

Sparnaðarreikningar og sjóðir

Þú hefur ýmsa valkosti þegar kemur að reglulegum sparnaði. Hægt er að spara mánaðarlega á sparnaðarreikning en einnig er hægt að vera með mánaðarlega áskrift að sparnaði í sjóðum. Ekkert er því til fyrirstöðu að vera með margar sparnaðarleiðir virkar samtímis. 

Best að byrja núna

Það er auðvelt að stofna reglulegan sparnað á bæði sparnaðarreikningum og sjóðum undir Meira í Arion appinu. Besta ákvörðunin er að byrja að spara núna því það safnast þegar saman kemur og breytingar á sparnaðarleið má alltaf gera eftir á.

Með því að fjárfesta gætir þú ávaxtað sparnaðinn þinn

Þú getur stundað viðskipti með öll félög sem eru skráð á Aðallista og First North í íslensku kauphöllinni ásamt sjóði Stefnis. Viðmótið við kaup og sölu er afar einfalt og hægt er að ljúka viðskiptum með aðeins þremur smellum. Þar getur þú fylgst með stöðunni ásamt hreyfingum og ávöxtun.

Hlutabréf

 

Þú færð launahækkun með viðbótarlífeyrissparnaði

Með því að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað leggur þú fyrir 2-4% af launum þínum mánaðarlega og færð 2% launahækkun sem fer í sparnaðinn. Sparnaðurinn er erfanlegur og getur nýst skattfrjálst við fjármögnun húsnæðis. Einfalt er að gera samning í Arion appinu.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Atvinnurekstur

Það er einfaldara en margur heldur að stofna fyrirtæki en það sem er í raun flóknast er að marka sér sérstöðu og tryggja rekstrargrundvöll félagsins. Ef þú ert með hugmynd að rekstri eða ert nú þegar með rekstur á eigin kennitölu er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þú stofnir fyrirtæki utan um starfsemina.

Hvernig stofna ég fyrirtæki?

Viltu aðstoð við að byrja að fjárfesta eða spara?

Við hvetjum þig til þess að hafa samband og eiga samtal um mögulega kosti.

Fyrirvari

Upplýsingar sem birtast á þessari síðu eru markaðsefni í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga og er þeim miðlað í markaðslegum tilgangi.

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla. Á umfjöllun þessa skal ekki litið sem ráðleggingu eða ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.
Hvað varðar fjárfestingar í sjóðum er rétt að taka fram að í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans.

Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Stefnir er dótturfélag Arion banka hf. Sjá nánari upplýsingar um sjóði Stefnis hf. á heimasíðu félagsins https://www.stefnir.is.