2024
Konur juku við sig í áskriftum í sjóðum
Fjöldi einstakra kennitalna kvenna með áskrift í sjóðum hefur aukist um 19% á móti 7% hjá körlum og eru nú 46% af heildinni.
Heimild: Stefnir
2024
Fjöldi einstakra kennitalna kvenna með áskrift í sjóðum hefur aukist um 19% á móti 7% hjá körlum og eru nú 46% af heildinni.
Heimild: Stefnir
2024
Fjöldi einstakara kennitalna kvenna sem hafa átt viðskipti með sjóði hefur aukist um 19% á móti 11% hjá körlum.
Heimild: Stefnir
2024
Fjöldi viðskipta í sjóðum hjá konum hefur aukist um 11% á móti 6% hjá körlum.
Heimild: Stefnir
2024
Heildareignir kvenna á vörslusöfnum hafa aukist um 8,5% á móti 2,9% aukningu hjá körlum.
Heimild: Arion banki
2024
Rúmlega 4.000 konur mættu á fræðsluviðburði Konur fjárfestum átaks Arion banka út um allt land á árinu 2024.
Heimild: Arion banki
Konur hafa sótt í sig veðrið í fjárfestingum en undanfarin ár hafa fjármagnstekjur kvenna, sérstaklega í yngri aldurshópum, verið að aukast. Árið 2022 var hækkun fjármagnstekna kvenna mjög áberandi en þá hækkuðu þær um 23% frá fyrra ári. Á sama tíma hækkuðu fjármagnstekjur karla um 13%. Mesta hækkunin var hjá konum á aldrinum 16-19 ára þar sem fjármagnstekjur hækkuðu um 103%.
Heimild: Hagstofa Íslands
Fjöldi kvenna með verðbréfasafn hjá Arion hefur aukist um 45% á þremur árum og eru konur nú um 42% af þeim einstaklingum sem eiga verðbréfasafn hjá bankanum.
Heimild:Arion banki
Konur hafa verið að auka við sig hvað varðar verðbréfaeign en skiptingin er þó enn 70/30 körlum í hag.
Með sama áframhaldi eru um 70 ár í að konur og karlar eigi jafn mikið í
verðbréfum.
Heimild:Arion banki
Konur sem fjárfesta í sjóðum Stefnis hafa í gegnum tíðina verið með hærri meðalaldur en karlar, en árið 2020 var hann 56 ár. Meðalaldur kvenna hefur þó farið lækkandi og er í dag sá sami og karla eða 52 ár.
Heimild: Stefnir
Af þeim einstaklingum sem spara í sjóðum Stefnis eru konur um 43% og karlar um 57%. Konur eiga þó einungis 36% af heildareignum í sjóðum Stefnis.
Heimild: Stefnir
Í könnun sem Gallup framkvæmdi á árinu 2023 um lífeyrismál kom fram að konur telja sig almennt hafa verri þekkingu á eigin lífeyrismálum en karlar. Samkvæmt niðurstöðum telja 44% kvenna sig hafa litla þekkingu á sínum lífeyrismálum á meðan 34% karla telja sig hafa litla þekkingu á sínum lífeyrismálum.
Heimild: Gallup
Hlutfall kvenkyns stjórnarformanna hefur verið nokkurn veginn það sama og kvenkyns framkvæmdastjóra. Hlutfallið hækkaði aðeins um eitt prósentustig á tímabilinu 2012 til 2022.
Heimild: Hagstofa Íslands
Hlutdeild kvenna í viðbótarlífeyris- sparnaði Arion er um 42% og hefur aukist lítið undanfarin ár. Hlutdeild kvenna á aldrinum 19-30 ára er sá aldurshópur sem hefur aukist hvað mest eða um 3 prósentustig frá árinu 2019.
Heimild: Arion banki
Konur verða 26 árum lengur en karlar að safna nægjanlegum lífeyri til þess að þurfa ekki að reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun við starfslok. Konur sem eru fæddar árið 1984 munu, skv. rannsókn Talnakönnunar, ekki þurfa að reiða sig á ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. Hins vegar munu karlar ná þeim áfanga mun fyrr eða þeir sem fæddir eru árið 1958.
Heimild: Rannsókn Talnakönnunar, unnin fyrir Landssamtök lífeyrissjóða
Frá árinu 2016 til ársins 2021 stýrði engin kona skráðu fyrirtæki á Íslandi. Í dag eru 4 konur sem stýra skráðum fyrirtækjum á markaði hér á landi en á móti þeim eru 29 karlar.
Heimild: Keldan
Hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra á Íslandi er 24% í dag samkvæmt hlutafélagaskrá. Árið 2010 var hlutfallið 20%. Það má því segja að þróunin sé jákvæð þó hún sé hæg.
Heimild: Hagstofa Íslands
Ánægjulegt er að sjá að hlutföll kvenna og karla eru nokkuð jöfn þegar kemur að persónutryggingum hjá Verði.
Heimild: Vörður
Karlar eru almennt með hærri meðaleignir í sjóðum Stefnis en konur. Hins vegar eru konur undir 30 ára með hærri meðaleignir í sjóðum Stefnis en karlar á sama aldri.
Heimild: Stefnir
Þegar horft er á óleiðréttan launamun kynjanna hefur hann lækkað um 6 prósentustig á 5 árum en hann fór úr 15% árið 2017 niður í 9% árið 2022.
Heimild: Hagstofa Íslands
Þegar kemur að þátttöku á hlutabréfamarkaði er skipting kynjanna í Kauphöll Íslands um 70/30 körlum í hag. Þessi dreifing hefur lítið breyst undanfarin ár.
Heimild: Kauphöll Íslands
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".