Áhugaverðar staðreyndir
um stöðu kvenna á fjármálamarkaði

Fjármagnstekjur kvenna eru að aukast

Konur hafa sótt í sig veðrið í fjárfestingum en undanfarin ár hafa fjármagnstekjur kvenna, sérstaklega í yngri aldurshópum, verið að aukast. Árið 2022 var hækkun fjármagnstekna kvenna mjög áberandi en þá hækkuðu þær um 23% frá fyrra ári. Á sama tíma hækkuðu fjármagnstekjur karla um 13%. Mesta hækkunin var hjá konum á aldrinum 16-19 ára þar sem fjármagnstekjur hækkuðu um 103%.

Heimild: Hagstofa Íslands

Fjöldi kvenna með verðbréfasafn hefur aukist um 45% á þremur árum

Fjöldi kvenna með verðbréfasafn hjá Arion hefur aukist um 45% á þremur árum og eru konur nú um 42% af þeim einstaklingum sem eiga verðbréfasafn hjá bankanum.

Heimild:Arion  banki

Konur hafa sótt í sig veðrið varðandi verðbréfaeign

Konur hafa verið að auka við sig hvað varðar verðbréfaeign en skiptingin er þó enn 70/30 körlum í hag.

Með sama áframhaldi eru um 70 ár í að konur og karlar eigi jafn mikið í
verðbréfum.

Heimild:Arion  banki

Meðalaldur kvenna í sjóðum Stefnis hefur farið lækkandi

Konur sem fjárfesta í sjóðum Stefnis hafa í gegnum tíðina verið með hærri meðalaldur en karlar, en árið 2020 var hann 56 ár. Meðalaldur kvenna hefur þó farið lækkandi og er í dag sá sami og karla eða 52 ár.

Heimild: Stefnir

43% þeirra einstaklinga sem spara í sjóðum Stefnis eru konur

Af þeim einstaklingum sem spara í sjóðum Stefnis eru konur um 43% og karlar um 57%. Konur eiga þó einungis 36% af heildareignum í sjóðum Stefnis.

Heimild: Stefnir

Konur telja sig hafa minni þekkingu á sínum lífeyrismálum en karlar

Í könnun sem Gallup framkvæmdi á árinu 2023 um lífeyrismál kom fram að konur telja sig almennt hafa verri þekkingu á eigin lífeyrismálum en karlar. Samkvæmt niðurstöðum telja 44% kvenna sig hafa litla þekkingu á sínum lífeyrismálum á meðan 34% karla telja sig hafa litla þekkingu á sínum lífeyrismálum.

Heimild: Gallup

Konur 25% stjórnarformanna

Hlutfall kvenkyns stjórnarformanna hefur verið nokkurn veginn það sama og kvenkyns framkvæmdastjóra. Hlutfallið hækkaði aðeins um eitt prósentustig á tímabilinu 2012 til 2022.

Heimild: Hagstofa Íslands

Konur eiga um 42% af allri eign í viðbótarlífeyris- sparnaði Arion

Hlutdeild kvenna í viðbótarlífeyris- sparnaði Arion er um 42% og hefur aukist lítið undanfarin ár. Hlutdeild kvenna á aldrinum 19-30 ára er sá aldurshópur sem hefur aukist hvað mest eða um 3 prósentustig frá árinu 2019.

Heimild: Arion banki

Munur á lífeyri kynja

Konur verða 26 árum lengur en karlar að safna nægjanlegum lífeyri til þess að þurfa ekki að reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun við starfslok. Konur sem eru fæddar árið 1984 munu, skv. rannsókn Talnakönnunar, ekki þurfa að reiða sig á ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. Hins vegar munu karlar ná þeim áfanga mun fyrr eða þeir sem fæddir eru árið 1958.

Heimild: Rannsókn Talnakönnunar, unnin fyrir Landssamtök lífeyrissjóða

Þrjár konur forstjórar hjá skráðum félögum

Frá árinu 2016 til ársins 2021 stýrði engin kona skráðu fyrirtæki á Íslandi. Í dag eru 3 konur sem stýra skráðum fyrirtækjum á markaði hér á landi en á móti þeim eru 27 karlar.  

Heimild: Keldan

24% framkvæmdastjóra í íslensku atvinnulífi eru konur

Hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra á Íslandi er 24% í dag samkvæmt hlutafélagaskrá. Árið 2010 var hlutfallið 20%. Það má því segja að þróunin sé jákvæð þó hún sé hæg.

Heimild: Hagstofa Íslands

Hlutföll kynjanna eru nokkuð jöfn þegar kemur að persónutryggingum hjá Verði

Ánægjulegt er að sjá að hlutföll kvenna og karla eru nokkuð jöfn þegar kemur að persónutryggingum hjá Verði.

Heimild: Vörður

Konur undir 30 ára eru með hærri meðaleignir en karlar í sjóðum Stefnis

Karlar eru almennt með hærri meðaleignir í sjóðum Stefnis en konur. Hins vegar eru konur undir 30 ára með hærri meðaleignir í sjóðum Stefnis en karlar á sama aldri.

Heimild: Stefnir

Kynbundinn launamunur fer minnkandi

Þegar horft er á óleiðréttan launamun kynjanna hefur hann lækkað um 6 prósentustig á 5 árum en hann fór úr 15% árið 2017 niður í 9% árið 2022.

Heimild: Hagstofa Íslands

70/30

Þegar kemur að þátttöku á hlutabréfamarkaði er skipting kynjanna í Kauphöll Íslands um 70/30 körlum í hag. Þessi dreifing hefur lítið breyst undanfarin ár.

Heimild: Kauphöll Íslands