Hvernig stofna ég nýtt fyrirtæki?

Hvernig stofna ég nýtt fyrirtæki?

Hvernig stofna ég nýtt fyrirtæki? - mynd

Það er einfaldara en margur heldur að stofna félag utan um atvinnurekstur en það sem er í raun flóknast er að marka sér sérstöðu og tryggja rekstrargrundvöll félagsins. Í grunninn er hægt að skipta ferlinu við stofnun fyrirtækis upp í nokkra hluta.

  1. Könnun á rekstrargrundvelli og áætlanagerð
  2. Ákvörðun á rekstrarformi og umgjörð
  3. Stofnun kennitölu
  4. Fjármögnun
  5. Starfsemi

Ef þú ert með hugmynd að rekstri eða ert nú þegar með rekstur á eigin kennitölu er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þú stofnir félag utan um starfsemina. Áður en fyrstu skrefin eru tekin þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Þú þarft að hafa náð 18 ára aldri og vera lögráða
  • Þú mátt ekki hafa farið fram á né vera í greiðslustöðvun
  • Bú þitt má ekki vera undir gjaldþrotaskiptum

Ef öll ofangreind atriði eru á hreinu er næsta skref að kanna rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Það er gert með því að annars vegar kanna markaðinn og hins vegar með því að gera áætlanir fyrir kostnað og tekjur fyrirtækisins. Í rekstraráætlun eru m.a. settar fram upplýsingar um þá vöru eða þjónustu sem þú ætlar að bjóða upp, á hvaða verði þú munt selja vöruna eða þjónustuna og hvaða kostnaður fylgir rekstrinum.

Þegar þú hefur komist að þeirri niðurstöðu að grundvöllur sé fyrir rekstrinum er næsta skref að velja það rekstrarform sem hentar þinni starfsemi. Algengasta rekstrarformið á Íslandi eru einkahlutafélög eða ehf. Við mælum með því að ráðfæra sig við lögmann, löggiltan endurskoðanda eða bókara áður en rekstrarform er valið enda er m.a. ábyrgð eiganda og skattlagning ólík eftir rekstrarformi. Hér munum við einbeita okkur að einkahlutafélögum en ef þú vilt lesa nánar um mismunandi rekstrarform er hægt að smella hér og ef þú vilt lesa nánar um rekstur á eigin kennitölu er hægt að smella hér.

Þegar þú hefur ákveðið hvaða rekstrarform hentar þínum rekstri er næsta skref að stofna félagið sjálft. Nú hefur ferlið við stofnun einkahlutafélaga verið einfaldað og hægt er að klára það rafrænt með einföldum hætti inni á þjónustuvef Skattsins. Hér er hægt að horfa á kennslumyndband frá Skattinum sem leiðir þig í gegnum ferlið. Eigendur félagsins geta verið einn eða fleiri en við skráninguna þarf að tiltaka hverjir raunverulegir eigendurnir eru og hvernig hlutafé félagsins skiptist þeirra í milli, ef fleiri en einn.

Þegar einkahlutafélag er stofnað er gerð krafa um að minnsta kosti 500.000.- ISK í hlutafé félagsins. Sú fjárhæð skal vera til staðar þegar félagið er stofnað en eigendur fyrirtækisins ráða sjálfir hvernig nýta skal hlutaféð í reksturinn. Auk þess þarf að greiða kostnað við skráninguna sjálfa en hér er hægt að kynna sér nánar þau gjöld sem fylgja skráningunni.

Við skráninguna þarf einnig að skila inn eftirfarandi skjölum:

Mikilvægt er að kynna sér vel þær lagalegu skyldur sem fylgja því að reka fyrirtæki. Einkahlutafélögum ber þannig m.a. að færa bókhald félagsins, standa skil á rekstrartengdum sköttum og gjöldum, skila inn skattframtali og skila ársreikningum.

Einn af hornsteinum góðs reksturs er gott samband við viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækjaráðgjafar í Arion banka eru alltaf til taks að svara spurningum eða veita ráðleggingar með ýmis fjármál, hvort heldur sem lausafjárstýringu, fjármögnun eða fjárstreymi. Hér er með einföldum hætti hægt að stofna fyrirtækjareikning hjá okkur og hefja farsælt samstarf til framtíðar.

Hér á vefnum er einnig hægt að fræðast meira um ýmislegt sem viðkemur fyrirtækjarekstri, líkt og fjármögnun fyrirtækja, stýringu lausafjár, ársreikninga, lánshæfi fyrirtækja og ýmislegt annað gagnlegt.

 

Viltu auka þekkinguna þína?

Fyrirvari

Upplýsingar sem birtast á þessari síðu eru markaðsefni í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga og er þeim miðlað í markaðslegum tilgangi.

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla. Á umfjöllun þessa skal ekki litið sem ráðleggingu eða ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.
Hvað varðar fjárfestingar í sjóðum er rétt að taka fram að í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans.

Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Stefnir er dótturfélag Arion banka hf. Sjá nánari upplýsingar um sjóði Stefnis hf. á heimasíðu félagsins https://www.stefnir.is.