Hefur þú frelsi til að velja?

Hefur þú frelsi til að velja?

Hefur þú frelsi til að velja? - mynd

Ef þú getur valið þér lífeyrissjóð er mikilvægt að vanda valið því uppbygging lífeyrissjóða er misjöfn

Öll starfandi á aldrinum 16 til 70 ára greiða í lífeyrissjóð samkvæmt lögum í landinu. Með því að greiða í lífeyrissjóð eru okkur tryggð ævilöng eftirlaun á eftirlaunaárum og lífeyrisgreiðslur ef til áfalla kemur, s.s. örorku-, maka- og barnalífeyri. Misjafnt er hvort starfsstéttir séu skyldugar til að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð eða hvort þær hafi frelsi til að velja lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Þegar talað er um skylduaðild að lífeyrissjóði er átt við að þú eigir að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð, en ef þú ert skyldug til að greiða í ákveðinn sjóð er það oftast tiltekið í kjarasamningum. Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga á t.d. að greiða í ákveðna lífeyrissjóði og hefur því ekki frelsi til að velja lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú ert ekki skyldug skv. ráðningar- eða kjarasamningi að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð er valið í þínum höndum. Þá er mikilvægt að vanda valið því uppbygging lífeyrissjóða er misjöfn.

Mismunandi uppbygging lífeyrissjóða

Iðgjald sem greitt er í lífeyrissjóð nemur a.m.k. 15,5% af launum og skiptist yfirleitt í 4% framlag launþega og 11,5% framlag launagreiðanda. Talað er um að við ávinnum okkur réttindi með því að greiða í lífeyrissjóðina. Réttindaöflunin er almennt aldurstengd en það þýðir að iðgjöld sem við greiðum í lífeyrissjóðina skapa lífeyrisréttindi í samræmi við þann tíma sem þau ávaxtast og þannig veitir iðgjald sem greitt er snemma á starfsævinni meiri réttindi en iðgjald sem er greitt seinna. Sumir lífeyrissjóðir ráðstafa öllu iðgjaldinu í svokallaða samtryggingu sem er það sem tryggir okkur réttindi til ævilangra eftirlauna, ásamt örorku-, maka- og barnalífeyri, ef til áfalla kemur. Algengt er að þeir sjóðir sem almennt ráðstafa öllu iðgjaldinu í samtryggingu heimili hins vegar sjóðfélögum sínum að ráðstafa allt að 3,5% í tilgreinda séreign. Í þeim tilfellum hafa sjóðfélagar frelsi til að velja í hvaða lífeyrissjóð þeir ráðstafa þessum 3,5%.

Aðrir sjóðir leggja áherslu á séreignarmyndun og þá er hluta iðgjalda ráðstafað í séreign og hinum hlutanum í samtryggingu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þegar hluta iðgjalda er ráðstafað í séreign verða réttindi til eftirlauna, maka-, barna- og örorkulífeyris lægri en ella. Hins vegar fer stór hluti iðgjalda í séreign sem er laus til útgreiðslu á eftirlaunaárum eða vegna örorku.

Helstu kostir þess að ráðstafa hluta iðgjalda í séreign eru að séreignin erfist og henni fylgir sveigjanleiki í útgreiðslum. Sjóðfélagi sem á séreign hefur meira frelsi til að haga sínum útgreiðslum eins og honum hentar best, að teknu tilliti til útgreiðslureglna viðkomandi sjóðs.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er fyrir þá sem hafa frelsi til að velja

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er margverðlaunaður lífeyrissjóður með tæplega 70 þúsund sjóðfélaga og er stjórn sjóðsins alfarið kosin af þeim. Frjálsi býður upp á tvær leiðir fyrir skyldusparnað, Frjálsu leiðina og Erfanlegu leiðina. Í báðum leiðum er stórum hluta iðgjalda ráðstafað í séreign. Þegar þú hefur valið þér lífeyrissjóð og hvaða skyldusparnaðarleið þú kýst er næsta skrefið að velja fjárfestingarleið fyrir þann hluta sem fer í séreign. Sjóðfélagar geta þannig lagað lífeyrissparnað sinn að eigin áhættuvilja og valið milli misáhættusamra fjárfestingarleiða. Algengt er að velja ævilínu en þá færist inneignin sjálfkrafa milli leiða eftir aldri og þannig fer þinn séreignarsparnaður í áhættuminni fjárfestingarleið því eldri sem þú ert og nær dregur að útgreiðslu. Afar einfalt er að sækja um að vera með skyldusparnað hjá Frjálsa í gegnum Arion appið.

Ef þú ert hins vegar skyldug til að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð sem heimilar þér að ráðstafa hluta iðgjalds í tilgreinda séreign gætir þú gert samning við Frjálsa um tilgreinda séreign á mínum síðum sjóðsins og upplýst þinn lífeyrissjóð.

Í Arion appinu getur þú fylgst með stöðunni þinni og framkvæmt allar helstu aðgerðir tengdar þínum lífeyrismálum.

 

Viltu auka þekkinguna þína?

Fyrirvari

Upplýsingar sem birtast á þessari síðu eru markaðsefni í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga og er þeim miðlað í markaðslegum tilgangi.

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla. Á umfjöllun þessa skal ekki litið sem ráðleggingu eða ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.
Hvað varðar fjárfestingar í sjóðum er rétt að taka fram að í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans.

Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Stefnir er dótturfélag Arion banka hf. Sjá nánari upplýsingar um sjóði Stefnis hf. á heimasíðu félagsins https://www.stefnir.is.