Að fjárfesta í fasteign

Ert þú að velta fyrir þér stöðunni á einni stærstu fjárfestingu heimilisins og mögulega að huga að endurfjármögnun, nú eða að huga að fasteignakaupum?

Hittu okkur í Húsi máls og menningar í Reykjavík til að ræða þetta nánar.

Dagskrá:

Þórunn Helgadóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækja-og fjárfestingabankasviði fjallar um húsnæðismarkaðinn, þróun síðastliðinna ára, stöðuna í dag og hvers gæti verið að vænta.

Jarþrúður Birgisdóttir, sérfræðingur á viðskiptabankasviði, fer því næst í saumana á öllu sem viðkemur fjármögnun fasteignakaupa bæði með íbúðarláni og nýtingu viðbótarlífeyrissparnaðar, breytilega og fasta vexti, verðtryggð og óverðtryggð lán og muninn á jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum.

Hrefna Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu hjá Verði, fer yfir tryggingar einstaklinga.

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis fer yfir þróun á nýjum lausnum á fasteignamarkaði og hvað kaupendum stendur til boða í sameignarfyrirkomulagi eins og nýlega kynntur REIR20 sjóður í rekstri Stefnis býður upp á.

Erindin standa yfir í um klukkustund og rými er gefið fyrir spjall og spurningar í kjölfarið.

Öll velkomin!

Hvar: Hús máls og menningar, Laugavegi 18, 101 Reykjavík
Hvenær: 29. október kl. 17:00

Skráning 

Að lokum, viltu svara spurningunni hér fyrir neðan í tölustöfum svo við vitum að þú sért ekki vélmenni? :)

Skráð munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.