Konur fjárfestum á Akureyri

Langar þig að læra fyrstu skrefin í fjárfestingum eða stofna fyrirtæki?

Þá er tækifærið núna því Arion mun halda Konur fjárfestum fræðsluviðburð á Drift EA, Akureyri, fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Farið verður yfir grunnatriði í fjárfestingum og praktísku atriðin um stofnun fyrirtækja.

Dagskrá:

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og uppistandari deilir sinni reynslu – þeirri samantekt vill engin kona missa af!

Snædís Ögn Flosadóttir segir okkur stuttlega frá átaksverkefninu „Konur fjárfestum“ sem Arion setti á laggirnar í byrjun árs 2024. Síðan mun hún leiða okkur í gegnum grunnatriði í fjárfestingum, lykilhugtök og hvernig byrja á að fjárfesta í sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum.

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir fer yfir praktísku atriðin um hvernig þú stofnar fyrirtæki og mikilvægi trygginga í fyrirtækjarekstri.

Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fundinn.

Fyrirlesturinn er um 90 mínútur, spjall og spurningar í kjölfarið.

Hvetjum vinkonur til að mæta saman, eiga góða kvöldstund og halda umræðunni áfram að loknum fyrirlestri.

Hvar: Drift EA, Akureyri
Hvenær: 30. október kl. 17:00
 

Skráningu er lokið þar sem fullbókað er á viðburðinn