Að fjárfesta í fasteign - Selfoss

Ert þú að huga að fasteignakaupum nú eða að velta fyrir þér stöðunni á einni stærstu fjárfestingu heimilisins og mögulega að huga að endurfjármögnun?

Hittu okkur á Sviðinu, Selfossi, til að ræða þetta nánar.

Dagskrá:

Elín Káradóttir, eigandi Byr fasteignasölu, fjallar um mikilvægi þess að eiga sína eigin fasteign og eignast hana sem fyrst á sinni lífsleið.

Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, fjallar um húsnæðismarkaðinn, þróun síðastliðinna ára, stöðuna í dag og hvers gæti verið að vænta.

Jarþrúður Birgisdóttir, sérfræðingur á viðskiptabankasviði, fer því næst í saumana á öllu sem viðkemur fjármögnun fasteignakaupa bæði með íbúðarláni og nýtingu viðbótarlífeyrissparnaðar, breytilega og fasta vexti, verðtryggð og óverðtryggð lán og muninn á jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum.

Hrönn Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður eignatjóna hjá Verði, fer yfir mikilvægi þess að tryggja fasteignina sína.

Erindin standa fyrir í um 90 mínútur og rými er gefið fyrir spjall og spurningar í kjölfarið.

Öll velkomin!


Hvar: Sviðið, Selfossi
Hvenær: 9. október kl. 17:00

Skráning 

Að lokum, viltu svara spurningunni hér fyrir neðan í tölustöfum svo við vitum að þú sért ekki vélmenni? :)

Skráð munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.